Sonardóttir mín gisti hjá okkur síðustu nótt. Hún er rétt tæplega tveggja ára og náttulega yndisleg lítil stúlka. En ég var samt með í maganum yfir þessu, fyrirfram, alveg viss um að grjónið litla yrði með vesen og læti þegar hún ætti að fara að sofa, en það var nú öðru nær. Hún fór bara að sofa þegar ég setti hana inn í rúm og vaknaði svo brosandi í morgun, alveg eins og lítill engill. Ég fór og skilaði henni áðan til réttra eigenda og þóttist góð að sleppa svona vel úr þessum, sem ég hélt að yrðu, voðalegu hremmingum. Þessi myndarlega-í-sér-húsmóðir hérna á Glerá er að sjóða 8 kíló af rabarbarasultu, bara af því bara. Ég hlakka svo agalega mikið til Verslunarmannahelgarinnar. Ekki af því að ég er að fara á rokna fyllerí og/eða á útihátíð, heldur vegna þess að bæjarstarfsmenn Slow town eru byrjaðir að grafa fyrir hitaveitunni hérna hjá okkur !!! Það kom hérna maður í morgun og skoðaði húsið okkar að utan og innan, til þess að finna út hvar hann gæti brotist inn, með lögnina. Eða ég held að hann hafi verið frá Hitaveitunni, kannski var þetta bara venjulegur innbrotsþjófur. En það kemur allt í ljós með tíð og tíma ! Eigið góðan dag

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þurfið þið ekki að byggja við bráðum,svona undir sultuna og fleira
Birna Dúadóttir, 2.8.2007 kl. 12:10
Nei nei nei nei nei ég meina semsagt NEI ! Ég er komin með krónískt ofnæmi fyrir allskonar framkvæmdum hverju nafni sem þær nefnast
Jónína Dúadóttir, 2.8.2007 kl. 14:13
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.8.2007 kl. 17:28
Það þarf ekkert endilega athugasemd, mér finnst bara gaman að fá að vita að þú hefur lesið þetta
Jónína Dúadóttir, 2.8.2007 kl. 20:11
Þeir eru nú ekkert mjög slow þarna í Slow Town bæjarstarfsmennirnir, bara komnir strax
Erna Evudóttir, 3.8.2007 kl. 07:01
Já hvað þó við séum búin að bíða í nokkur ár, gerast góðir hlutir ekki hæææægt ?
Jónína Dúadóttir, 3.8.2007 kl. 08:07
Júúúú
Erna Evudóttir, 3.8.2007 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.