Fúllynd og óþolinmóð eða......... ?

Mér finnst ekkert að ég þurfi alltaf að hafa skoðanir á öllu, þess vegna blogga ég til dæmis ekki um fréttir. En, þegar ég hef skoðun á einhverju þá fer það ekki framhjá neinum, fá sjálfsagt fleiri að heyra en vilja. Ég hef svolítið verið að velta því fyrir mér, hvort það geti verið að ég sé að verða eitthvað fúllynd og óþolinmóð með árunum. Ég, sem hef alltaf stært mig af því að vera jafnlynd, meira þá í átt til "glað" en "fúl" og töluvert yfir meðallagi þolinmóð. Ég læt nú orðið fara í taugarnar á mér ýmislegt, sem ég heyri fólk tala um og þótt það eigi að vera í einhverskonar gríni, þá finnst mér það ekkert alltaf fyndið. Mér finnst til dæmis ekkert fyndið þegar fólk er að tala um að "fá sér eina tælenska" eða "eina svarta" til að vinna skítverkin á heimilinu og fyrir eiginmanninn svo hann geti "hvílt" konuna sína. Mér finnst þetta svo ekki fyndið, mér finnst þetta bara ósmekklegt. Og þá langar mig oft til að hrista eitthvert smá vit inn í hausinn á viðkomandi, í einum grænum hvelli, af því að mér finnst að fullorðið fólk eigi að vera löngu búið að ala sjálft sig upp úr svona heimsku. Og það virkar ekkert á mig að fá að vita að "svona var ég nú bara alin/n upp", það er annað sýnishorn af fyrirmyndar heimaræktaðri heimsku. Þegar foreldrahúsum sleppir og við farin undan verndarvæng uppeldis mömmu og pabba, þá hljótum við að taka sjálf við hlutverkinu. Halló sko, ég fór sjálf að heiman fimmtán ára og ef ég hefði ekki tekið til við að ala mig upp sjálf, hvernig væri ég þá í dag ? Vil ekki hugsa um það ! Ég er ekki að halda því fram, að ég sé eða hafi nokkurntímann verið fyrirmyndar uppalandi fyrir hvorki sjálfa mig né aðra, en ég fæ þó prik fyrir að hafa áhuga á að reyna. Tek það fram að ég fer fram á minnsta kosti 2 prik ! Fúllynd og óþolinmóð eða bara slæmur félagsskapur ? Hvað um það, eigið góðan dag og gangið hægt um gleðinnar dyr um komandi helgiSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

2 prik,held þú fáir frekar 10 fyrir viðleitni

Birna Dúadóttir, 3.8.2007 kl. 10:16

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég flutti að heiman þegar ég var 16 og fékk mér eina sænska...  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.8.2007 kl. 11:31

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Gunnar er nú hálfgerður perri inn við beinið

Erna Evudóttir, 3.8.2007 kl. 14:39

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

 Sænska hvað ?

Jónína Dúadóttir, 3.8.2007 kl. 14:41

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Kjötbollu?

Erna Evudóttir, 3.8.2007 kl. 14:43

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Erna, hvað ertu að kalla Evu?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.8.2007 kl. 23:46

7 Smámynd: Erna Evudóttir

 Ooops sorry

Erna Evudóttir, 4.8.2007 kl. 07:40

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ó hann er að meina sænska konu

Jónína Dúadóttir, 4.8.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband