Allt gott og rólegt

Hér gengur lífið sinn gang í rólegheitunum bara. Þegar ég var búin að skipta á öllum rúmunum í gistiheimilinu og taka á móti nýju gestunum, kom sonur spúsa míns, stórútgerðarmaður austan af landi í heimsókn, með konu og son. Þau stoppuðu smástund áður en þau héldu ferðinni áfram til Borgar Óttans. Skyldu eftir fullan poka af fiski handa okkur, frábært, fiskur í kvöldmatinn á þessu heimili. Það er rigning úti og ekkert hægt að hengja út en það er allt í lagi, ég neyðist þá bara til að vera inni og gera sem minnstWink   Henda í þurrkarann, leika mér í tölvunni og borða nammi og horfa svo á sjónvarpið sem við hálfvituðumst til að kaupa okkur í gær. Ég sem sé horfi á sjálft sjónvarpið, ekki myndina, það er mjög flott og mjög stórt og eiginlega bara alls ekki hægt að komast hjá því að horfa á það. Það eru bara 8 dagar þangað til við skellum okkur til Gautaborgar í heimsókn til dóttur minnar og tengdadóttur og ég hlakka ofsalega mikið til. Mér finnst gaman að fara til útlanda, elska að fljúga, þó ég sé svo lofthrædd að ég þori ekki upp í stiga og ég alltaf áhyggjur af því að villast í þessum stóru flugstöðvum. Þyrfti helst kort og áttavita svona til öryggisBlush  Annars hef ég farið flestar ef ekki allar utanlandsferðir mínar undanfarin ár, í fylgd með fullorðnum, þannig að ég hef ekkert þurft að hafa neinar áhyggjur og hef ekkert villst. Eigið góðan dag, skemmtið ykkur vel, en gangið hægt og mjög varlega um gleðinnar dyrSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Jätte kul i svenska landet...  



...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.8.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hmm átt þú líka svona "fiskimann"Ninna þó,veit hann Jói af þessu

Birna Dúadóttir, 5.8.2007 kl. 02:11

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Eiga ekki allar konur á Íslandi svona "fiskimann"?

Erna Evudóttir, 5.8.2007 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband