Hér í Slow town stendur þessa helgina yfir, fjölskylduhátíðin "Ein með öllu". Hingað til hefur þessi hátíð borið nafn með rentu, fyllirí, slagsmál, nauðganir, eiturlyfjasala og neysla, svo einhver dæmi séu tekin, sem sagt allt með ! Til að slá eitthvað á ófögnuðinn, sem tröllriðið hefur þessari hátíð undanfarin ár, tók bæjarstjóri vor þann pól í hæðina að banna fólki á aldrinum 18-23 ára að koma til bæjarins og tjalda. Málið leyst ? Eða hvað ....... Ég hafði hingað til bara alls ekki gert mér grein fyrir því, hvað fólk á þessum aldri er hættulegt. Ég hélt alltaf að drykkjuskapur, fíkniefnaneysla og svo ofsalega margt annað óhugnanlegt, sem því fylgir væri alls ekki aldurstengt, en nú ætti ég að vera orðin betur upplýst um það. Núna verður þá sem sagt, alls ekkert fyllirí, engin eiturlyfjaneysla og engar nauðganir eða aðrir ofbeldisglæpir, af því að hættulegasta fólkinu hefur verið úthýst..... Við eigum öll að vera búin að sjá það núna, að fjölskyldufólk drekkur ekki áfengi, notar ekki eiturlyf og beitir ekki ofbeldi af neinum toga, nema það sé á aldrinum 18-23 ára. Eða er það ekki ? Maðurinn, sem rekur teríuna inná flugvelli og er þar að auki í minnihluta í bæjarstjórn sýndist í sjónvarpinu í gærkvöldi, alveg vera með á þessu. Hann var búinn að setja skilti á borðin í teríunni þar sem stóð, meðal annars : "Ekki fyrir utanbæjarfólk" og "Ekki fyrir 18-23 ára". Nú vil ég taka það skýrt fram, að þessi ágæti maður var algerlega ósammála ákvörðun bæjarstjórans í þessu máli, eins og meirihluti bæjarstjórnarmanna var líka og hann er þar að auki alveg einstakur húmoristi ! Núna ætla ég að kíkja í blöðin og lesa um allt þetta ljóta og vonda, sem hefur gerst á öllum hinum útihátíðunum, þar sem "hættulega fólkið" fær að vera með ............. Eigið góðan dag

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég man hvað ég var hættulegur í denn...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.8.2007 kl. 08:21
Ég þykist líka muna það, ég er nú kannski ekki svo mikið eldri en Ninna fyrst ég man hvað ég var hættuleg á þessum aldri!
Erna Evudóttir, 5.8.2007 kl. 08:29
Jahh... það er líka eins gott að þið eruð komin yfir þennan hættulega aldur, annars væri ekki óhætt að eiga nein samskipti við ykkur
Og rétt skal vera rétt Erna mín, hann þarna hjóla-Sæmundur sagði ekkert að þú værir eldri en ég, hann sagði bara að ég væri yngri en þú
Jónína Dúadóttir, 5.8.2007 kl. 09:09
Hjóla Sæmundur
Birna Dúadóttir, 5.8.2007 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.