Þó ég fari snemma á fætur alla daga, hvort sem það er um helgar eða virka daga og hvort sem ég þarf að mæta í vinnu eða ekki, þá er ég samt ekkert svo frábrugðin öðru fólki. Ég er nákvæmlega eins og allir aðrir með það, að ég bara vakna, þegar ég er búin að sofa. Það gera allir, alltaf. Hitt er svo annað mál, að mér er alveg sama hvort klukkan er 6 eða 7 og hvað dagurinn heitir. En þar kannski skilur á milli mín og margra annarra. Í morgun vaknaði ég klukkan 6, af því að þá var ég búin að sofa, og það var yndislegt að horfa hérna upp í Hlíðarfjallið og sjá að sólin var líka komin á fætur. Það er búið að vera kalt undanfarna daga, en ef það er aldrei kalt og sólarlaust, þá kunnum við kannski ekki nógu vel að meta það þegar hlýnar og sólin fer að skína aftur. Það er búið að vera rólegt á Innipúkahátíðinni okkar hérna í Fjallakofanum, bara svona smádútl á gistiheimilinu og svo taka á móti heimsóknum frá hinum ýmsustu fjölskyldumeðlimum og njóta þess að vera til. Svo er ég svo vandlát á hverjir fá að koma í gistiheimilið um Versló, að þar var allt rólegt líka, samt fullt út úr dyrum. Í dag fara allir þeir gestir og nýir koma í staðinn, þannig að það verður slatti að gera í dag. Ég er búin að vera í sumarfríi síðan 20. júlí, en ég er samt ekkert farin að fá neina tilfinningu fyrir því að ég sé í fríi. En það er allt í lagi, ég kem til með að njóta þess úti í Gautaborg hjá Kötu og Ninu, núna eru bara 9 dagar þangað til við förum út. Það virðist af fréttum að hér hafi allt farið vel fram í bænum þessa helgi, bara séð eina frétt í morgun og hún fjallaði um að einn hátíðargestur fékk í sig hluta af flugeldi, en líklega hefur nú ekki verið ætlunin að skjóta hann. Svo finnst mér vert að taka það fram að það er lokað í Bónus í dag, kannski í fleiri búðum, vonandi. Það er nú FRÍDAGUR VAERSLUNARMANNA er það ekki ? Eigið góðan dag og ég vona að allir hafi komi vel undan helginni

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hah ég vaknaði klukkan tvö í dag,hvað er það
Birna Dúadóttir, 6.8.2007 kl. 16:22
Það er frídagur hjá fólki sem vinnur í verslunum heillin mín
Jónína Dúadóttir, 6.8.2007 kl. 17:12
Já þú meinar,stefni að því að gera það sama á morgun
Birna Dúadóttir, 6.8.2007 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.