Morgunmaturinn minn þennan ágæta þriðjudagsmorgun, var pizzusneið, afgangur frá í gærkvöldi. Ákveðin vísbending um, að ég virðist eitthvað vera farin að átta mig á að ég er í alvöru, í sumarfríi. Þá fer mataræðið í vitleysu og ég gleymi líka oft alveg að borða. Ég má alveg við því að sleppa úr einni og einni máltíð, það er ekki það, en það er bara svo ansi óþægilegt til lengdar. Ég ætla að fara núna á eftir og kaupa mér föt, ekki af því að mig langar til þess, heldur af því að ég neyðist til þess. Uppáhaldsgallabuxurnar mínar eru sko, fyrir löngu síðan, komnar langt fram yfir síðasta söludag, mér finnst bara svo hrikalega leiðinlegt að fara af stað til að kaupa mér föt. Ég er samt kona, fékk nú eiginlega nokkurskonar fræðilega staðfestingu á því, núna í morgun. Við nefnilega keyptum okkur 40 tommu sjónvarp/flatskjá á föstudaginn. Fyrir utan að vera ofsalega flott og meira að segja fallegt og ofsalega stórt, með ofsalega fínum myndgæðum og ofsalega góðu "sándi" þá er þetta nú bara sjónvarp. Hélt ég..... þar til núna í morgunsárið, þegar yngri sonur minn sýndi mér fram á það, skýrt og skilmerkilega, að ég geri mér svo sannarlega alls enga grein fyrir alvöru málsins : "Nei sko mamma, þetta er alls ekkert bara sjónvarp, oh.... þú ert svo greinilega kvenmaður bahh..... þú skilur þetta alls ekki........" ! Hm... og hafðu það góða.... Sem sagt ég er samt svo greinilega kvenmaður, þó mér finnist leiðinlegt að kaupa mér föt. Eigið nú góðan dag, þið öll, allsstaðar
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann sonur þinn er flottastur
Birna Dúadóttir, 7.8.2007 kl. 11:52
Þú ert eðalkona mikið yngri en ég
Erna Evudóttir, 7.8.2007 kl. 13:46
Ætlarðu að horfa eitthvað á þetta risasjónvarp
Birna Dúadóttir, 7.8.2007 kl. 15:17
Kemst ekki hjá því að horfa á það, það er svo stórt
Geri samt ekki ráð fyrir því að ég horfi neitt meira á efnið í þessu sjónvarpi en í gamla tækinu, af því að ég er kona og skil þetta ekki alveg sko
Jónína Dúadóttir, 7.8.2007 kl. 17:37
Sonur þinn sýnir þér,konunni, þetta bara
Birna Dúadóttir, 7.8.2007 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.