Á áttunda degi héðan í frá......... :-)

Hitaveitan er ekki ennþá komin í hús hjá okkur, það átti allt að gerast í gær með hana. Brjóta gatið á vegginn inn í húsið og tengja og allt, en það eina sem gerðist var : ekkert. Á föstudaginn síðasta komu mennirnir frá Hitaveitunni og grófu 3 litlar holur og skildu þá eftir jarðýtu með einhverju svona plógdæmi og litla gröfu, hér á planinu. Á sunnudaginn hvarf ýtan og mánudagsmorgun hvarf grafan, en hún var komin aftur þá um kvöldið. Í gærmorgun heyrði ég svo að grafan var sett í gang um 8 leitið, en það var bara gert til að keyra hana upp á kerru og fara með hana í burtu, enn einu sinni.  Síðan hefur ekkert til þeirra spurst, hvorki ýtunnar né gröfunnar, hvað þá mannanna sem eiga að vinna á þessum tækjum. Ekkert endilega að vinna, bara vera með..... Cool Ein af þessum holum sem þeir grófu, er haganlega staðsett við eitt hornið á húsinu okkar, hinum megin við hornið er útihurðin á gistiheimilinu. Ekki mjög hentugt að hafa þetta opið mikið lengur, þó þetta sé ekki stór hola, þá er samt hægt að detta ofaní hana og meiða sig. Þannig að, núna á eftir ætla ég að hringja í Hitaveituna og spurjast fyrir um horfna menn og týndar græjur. Það eru bara 7 dagar þangað til við förum suður og á áttunda degi héðan í frá verðum við komin heim til hennar Kötu minnar í Gautaborg ! Eigið góðan dag í dag, sem og alla aðra dagaSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Allt í Slow motion þarna í Slow Town

Erna Evudóttir, 8.8.2007 kl. 08:32

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Óóóó jáááá.... Að vísu stendur núna vörubíll með ýtuna á pallinum hér á heimreiðinni, en ég sé engan mann. Kannski bíllinn hafi bara komið sjálfur.....

Jónína Dúadóttir, 8.8.2007 kl. 09:52

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Prófaðu að fara út með bein og kalla nokkrum sinnum á þá,virkar með hunda held ég

Birna Dúadóttir, 8.8.2007 kl. 10:20

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna þó....

Jónína Dúadóttir, 8.8.2007 kl. 11:26

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég væri orðin fokillur...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.8.2007 kl. 16:45

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðir hlutir gerast hæææægt, þolinmæðin þrautir vinnur allar og svo framvegis og svo framvegis og svo.......... Þeir komu klukkan 10 í morgun og ég held að þeir komi kannski bara aftur á morgun og ef til vill fara þeir þá langt með að klára....... Vona ég  

Jónína Dúadóttir, 8.8.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband