Það er víst hluti af lífinu að reyna að sætta sig við, að það verða alltaf einhverjir undir í lífsbaráttunni. Sumu má að vísu breyta með góðum vilja, eins og kjörum þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. En öðru verður víst ekki breytt og eitt dæmi um það sá ég núna í morgun, þegar ég kom auga á köttinn minn leika sér að litlum þrastarunga, sem því húðlata kvikindi hefur með klækjum tekist að krækja klónum í. Það er nefnilega ekki hægt að hæla kettinum Lúkasi fyrir dugnað, líklega hefur unginn verið eitthvað lasinn, rennblautur í rigningunni eða hreinlega staurblindur og ekki getað forðast kattarskrattann. Svo kemur kötturinn inn núna rétt áðan, dauðþreyttur eftir erfiði dagsins og fer beint í matardallinn sinn, vælandi af hungri. Ég er nú ekki svo græn að ég fari að predika yfir kettinum, en mér finnst samt að hann geti bara leikið sér að einhverju öðru. Mér er sagt að ég sé óþarflega aumingjagóð, en nú er ég það ekki, ég þoli bara ekki þegar það er níðst á minnimáttar, bara af því að viðkomandi er minnimáttar. Sá sem er lasinn eða á einhvern hátt heftur úr slysi eða frá fæðingu, er ekki aumingi. Alvöru aumingjar finnst mér vera þeir, sem einfaldlega nenna ekki að bjarga sér sjálfir, þó þeir hafi allt til að bera, til þess að geta það, nema viljann. Ég fæ ekkert út úr því að hjálpa þeim og þá væri ég líka orðin meðvirk með aumingjahættinum, en meðvirkni er nokkuð sem ég eiginlega hræðist og forðast eins og heitan eldinn. Ég veit um konu sem leyfir syni sínum, veikum alkóhólista á fertugsaldri að búa heima. Hún hlúir að honum, passar að hann hafi að borða, þvær af honum og annast hann á allan hátt. Í stað þess að reyna að ýta honum í að losa sig undan drykkjunni, hjálpar hún honum að halda áfram að drekka og það gengur, því miður, bara mjög vel. Verulega sorglegt dæmi um meðvirkni og ég tala af reynslu þegar ég segi að það er alveg rosalega erfitt að losna út úr svona vítahring. En ég tala líka af reynslu þegar ég segi, að það er hægt ! Eigið góðan dag

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefur svo stórkostlega rétt fyrir þér!
Erna Evudóttir, 9.8.2007 kl. 08:25
Jamm svo rétt,það er hægara í að komast en úr að fara.
Birna Dúadóttir, 9.8.2007 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.