...að ég sé búin að umpotta um það bil 130 plöntur það sem af er sumri. Ca 40 eru komnar í jörð en hérna úti í skjólinu okkar eru núna 80 pottar með reyniviðarplöntum og nokkrir með öðrum tegundum, ekki allar stórar, en samt góð byrjun á íslenskum skógi
Það er helst í fréttum héðan úr Fjallakofanum, að það er búið að setja inn í húsið hitaveiturör, taka inn hitaveitu eða hvað svo sem það kallast. Allavega er inni í litlu hitakompunni okkar, krani út úr veggnum og það fór algerlega fram hjá mér þegar þeir boruðu gatið, skil ekki hvernig það gat gerst, var ekki sofandi svo mikið er víst. Nú kemur til kasta spúsa míns að sjá um næsta skref, sem yrði þá að fá pípara til að gera eitthvað sem kallað er "að smíða grindina". Ég hef einhverjar hugmyndir um skrautlegar röraflækjur og slaufur, með allskonar krönum og mælum, en ég þarf ekkert að vita neitt um það, enda kem ég ekki nálægt því að hringja í einhvern og biðja um eitthvað sem ég veit ekki hvað er. Mennirnir frá Hitaveitunni gengu afskaplega vel frá eftir þetta allt saman og það eina sem ég er ekki alveg ánægð með, er hreint hrikalega forljótur kassi, sem er staðsettur hérna uppi í miðri brekku, beint á móti eldhúsglugganum okkar. Hann er kúkabrúnn og trónir þarna bísperrtur, í laginu eins og gamall legsteinn. Það vill mér til happs, að ég eyði alltaf eins litlum tíma í eldhúsinu og ég kemst upp með, þannig að ég hef hann svo sem ekkert fyrir augunum allan daginn, en það er samt sjónmengun af þessu. Hugsið ykkur bara hvernig hann kemur svo til með að líta út í hvítum snjónum.... Hér er 12 stiga hiti, svarta þoka og mígandi rigning, það passar, spáði 20 stiga hita og jafnvel smá sól, kannski. Eigið góðan dag og Kata mín, við sjáumst eftir 5 daga


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú verður bara að mála helv. kassann í felulitum, grænan á sumrin og hvítan á veturna
Erna Evudóttir, 10.8.2007 kl. 08:33
Vertu soldið hippaleg,málaðu blóm á hann
eða hjörtu
Birna Dúadóttir, 10.8.2007 kl. 10:44
Hí hí það er gott að eiga góðar systur
Jónína Dúadóttir, 10.8.2007 kl. 10:58
Áttu ekki íslandsmetið í kolefnisjöfnun orðið? Eða kannski bara heimsmet?
Erna Evudóttir, 10.8.2007 kl. 12:37
ps: hvað eru margir dagar, klst og mínútur núna?
Erna Evudóttir, 10.8.2007 kl. 12:38
5 dagar 22 klst og 34 mínútur
Ég er búin að kolefnisjafna alla bíla sem við höfum átt, saman og sitt í hvoru lagi og alla bíla sem við gætum hugsanlega eignast í framtíðinni
Jónína Dúadóttir, 10.8.2007 kl. 12:47
Þú átt heimsmetið, ekki spurning
Erna Evudóttir, 10.8.2007 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.