Ekkert gamanmál..... ;-)

Mér finnst nú ekkert rosalega fyndið að það skuli rigna svona mikið í dag. Gistiheimilið var fullt út úr dyrum um helgina og ég ætlaði að þvo og þurrka allan þvottinn eftir það áður en við færum út. Sko þurrkarinn minn er nefnilega aftur farinn í viðgerð. Á nótunni eftir síðustu viðgerð stóð: "Takkaborð hafði færst til". Ok, skal alveg samþykkja það, en mér finnst vanta þarna hina setninguna, sem hefði eiginlega átt að vera þarna líka, sem sé :"takkaborð sett á sinn stað og fest þar". Vegna þess að þegar ég ætlaði að fara að nota þurrkarann eftir viðgerðina, ýtti á fyrsta takkann, þá datt hann inn úr gatinu, sem hann á að vera fastur í og ég náði honum ekkert aftur. Síðan hafa samskipti mín og þurrkarans míns einkennst af illilegu augnaráði frá mér og frá honum glottið á ljósinu, sem kviknaði þegar ég ýtti á takkann og gat svo ekkert slökkt á aftur. En, ég hef nú svo sem engar voðalegar áhyggjur af þessu, það kemst fátt að hjá mér þessa dagana, annað en tilhlökkunin fyrir ferðalaginu okkar til Gautaborgar. Pantaði í gær gistingu í Keflavík, á B&B gistiheimili. Þar fáum við uppbúin rúm, morgunmat, keyrslu á flugvöllinn, geymslu fyrir bílinn og þau sækja okkur svo á flugvöllinn, þegar við komum aftur og allt þetta fyrir 7.500 krónur. Miklu betri þjónusta en hjá mér og miklu betri verð líka! Úps, ekki var þetta nú góð auglýsing fyrir minn Fjallakofa.... Kata mín segir að það sé mjög heitt í Gautaborg núna og það er æðislegt ! Eigið góðan dag í allan dagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Þinn Fjallakofi er kúl og á réttum stað líka, soldið erfitt að hafa Fjallakofa í Keflavík, góða skemmtun og vonandi heldur góða veðrið áfram í Gautaborg!

Erna Evudóttir, 13.8.2007 kl. 08:05

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þú hefur alveg frábæra þolinmæði með þessum þurrkara.Ég væri löngu búin að slengja honum upp á öxlina og henda honum út um gluggann.Það er gott að vera á BB gistiheimilinu hef ég heyrt.

Birna Dúadóttir, 13.8.2007 kl. 08:14

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sko það er enginn gluggi þar sem þurrkarinn er

Jónína Dúadóttir, 13.8.2007 kl. 10:25

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Næsta verkefni: setja glugga þar sem þurrkarinn er!

Erna Evudóttir, 13.8.2007 kl. 10:36

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þau verða nú ekki í vandræðum með það hjónin í fjallinu,enda gluggavant fólk

Birna Dúadóttir, 13.8.2007 kl. 11:01

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Aaaaaaaargh nei nei nei og aftur nei Búin að fá ógeð á framkvæmdum alveg þangað til næst Svo er ég "að fara erlendis" skrítið að segja svona, veit samt ekkert hvort þetta er íslenskulega vitlaust

Jónína Dúadóttir, 13.8.2007 kl. 11:38

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ti hi ekkert vitlaust að fara erlendis,meira að segja þó farið sé frá Íslandi

Birna Dúadóttir, 13.8.2007 kl. 12:01

8 Smámynd: Erna Evudóttir

Virkilega góð hugmynd að fara erlendis finnst mér

Erna Evudóttir, 13.8.2007 kl. 16:24

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mæli með því að þú kaupir nýjan þurrkara...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.8.2007 kl. 16:24

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvað meinar maðurinn

Birna Dúadóttir, 13.8.2007 kl. 16:43

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég skal bara pikka voða hægt svo þú náir að lesa: kaupa nýjan þurrkara

Jónína Dúadóttir, 13.8.2007 kl. 18:24

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvurslags eiginlega bruðl væri það,eins og það mætti ekki bara handsnúa greyinu,sko þessu þarna inni í honum og blása svo svolítið.Þvotturinn verður þurr á "nó tæm"Annars á ég engan þurrkaraVar það það sem mig vantaði,eða nei það var maður sem kann að hengja út á snúru.Það kallast svona tveir fyrir einn

Birna Dúadóttir, 13.8.2007 kl. 19:04

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Deginum ljósara að þú hefur aldrei átt þurrkara skinnið mitt

Jónína Dúadóttir, 13.8.2007 kl. 23:28

14 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Heyrðu gamla, vantar símanúmerið hjá Kötu, hún er víst ekki í símaskránni! Kem um 7-leitið á föstudaginn og fer aftur um 5-leitið á sunnud....see'ya soon

Jóhanna Pálmadóttir, 14.8.2007 kl. 05:31

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Veit ekki við hvaða "gömlu" þú ert að tala, en ég skal alveg senda þér símanúmerin hennar Kötu, á meili Sjáumst

Jónína Dúadóttir, 14.8.2007 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband