Þá er hann runninn upp, dagurinn sem ég er búinn að bíða eftir í langan tíma. Uppáhaldsferðalagið mitt, án þess þó að vera að lasta önnur ferðalög sem við höfum farið í, er að hefjast núna í kringum hádegið. Svona um það bil, þegar annað okkar er búið að pakka niður í töskurnar, laga aðeins til, henda öllu rusli, skrifa langan lista handa ráðsmanninum, taka til nokkur herbergi fyrir væntanlega gesti, fara í bankann, skella inn auglýsingu í Dagskrána, kaupa fullt af íslensku nammi handa sænsku stelpunum okkar og kokteilsósu handa Jóku litlu systir, kasta kveðju á Höfuð ættarinnar(minnar) og setjast út í bíl. Hitt okkar sér svo um að hlaða í bílinn. Við ætlum að hafa gamla sjónvarpið okkar með til öryggis, nei nei, það hellist nú úr lestinni í Borg Óttans, við vorum svo heppin að finna fyrir það gott heimili þar. Svo ætlum við að reyna að ná í skottið á Birnu systir í Keflavík í kvöld, alltaf svo fín vítamínsprauta að hitta hana. Og klukkan 7 í fyrramálið fljúgum við á vit ævintýranna í Gautaborg, enga væmni Ninna mín. Ég hef auðvitað fartölvuna með, var að fatta það áðan, seint fatta sumir en fatta þó, þá kemst ég inn á póstinn og get, ef tími vinnst til, jafnvel bloggað aðeins. Svo að við bara kannski bloggumst á sænsku næstu viku, sénsinn kann það ekki, tengdadóttirin mín hún Nina er búin að vera á íslenskunámskeiðum undanfarna vetur og talar meiri íslensku en ég sænsku. Eigið góðan dag, hvar í heiminum sem þið eruð
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigðu góðan þriðjudag og góða ferð og skemmtu þér vel og vertu í bandi fyrst vinkonan er með
Erna Evudóttir, 14.8.2007 kl. 07:37
Ekki spurning
Jónína Dúadóttir, 14.8.2007 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.