Mátti vita það....

.... að ég þyrfti að flýja land til að komast í sumarfrís fílinginn. Hér sit ég í tölvunni meðan dóttir og tangdadóttir elda handa okkur. Ég þarf ekkert að gera sjálf nema mig langi til þess, nema að fara á klósettið og klæða mig, annað kemur bara upp í hendurnar á mér eins og fyrir galdra. Heimili þessara yndislegu stelpna okkar hérna er smart, flott, smekklegt, hlýlegt og hreint, miklu flottara en nokkurntímann hjá mér. Og maturinn æðislegur og allt annað eftir því, ég fer aldrei heim aftur. Það tóku líklega allir eftir því þegar þær fölnuðu, dóttir mín og tengdadóttir, þetta var ekki sólin að skína sko. Nei bara að grínast, ég fer auðvitað heim aftur, búin að kaupa miðann, en ég verð eins og flensan, kem alltaf aftur og aftur og aftur... Á næsta ári ! En blogga samt eitthvað aðeins fyrr ! Eigið góðan dag og kvöldSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Maður á líka að fara í hornið hjá börnunum sínum.Þú ert kannski svolítið snemma í því

Birna Dúadóttir, 16.8.2007 kl. 18:29

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jú ég fer heim aftur en ekki fyrr en ég er búin að skoða allt sem er hægt að sjá hérna

Jónína Dúadóttir, 17.8.2007 kl. 08:08

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú ert semsagt ekkert á heimleið í bráð

Erna Evudóttir, 17.8.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband