Paddan

Við fórum í morgun og skoðuðum gamlan kastala, eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Mig langaði svo að finna elsta steininn í byggingunni af því að hann geymir auðvitað flesta sögurnar, þeim hinum fannst ég vera klikkuð. Ég ætlaði ekkert að tala við hann, maður talar auðvitað ekki við grjót, ég þurfti bara að fá að snerta hann. Og ég sem er alltaf svo hrifin af gömlum húsum féll alveg marflöt af hrifningu fyrir kastalanum. Í gærkvöldi hringdi Jóka í Kötu og þá heyrði ég ekki betur en Kata segði í símann : "Ég held að mamma sé að drekka" þarna sem ég sat, sakleysið uppmálað og drakk kók light í kók light. Ég fann að þessu við hana dóttur mína eftir símtalið, en það var hún alls ekkert að ljúga upp á mig einhverjum drykkjuskap, heldur sagði hún: "Ég held að mamma sé að DEKKA" sem þýðir að mamma sé að fara að hátta.........Það er sko stundum svona þegar maður er í útlandinu og tungumálið ekki alveg á hreinu. Við erum búin að hitta tvær systur Ninu og foreldra hennar fáum við að hitta á morgun. Við erum að fara að sigla á pöddu á morgun..... hm já ég veit, skyldi þetta ekki alveg sjálf en báturinn heitir Paddan og það þýðir bara padda á íslensku og líka sænsku. Eigið góðan dagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Varstu slæm? Góða skemmtun, verðuru sjóveik nokkuð?

Erna Evudóttir, 17.8.2007 kl. 18:10

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ef þú vilt halta um eitthvað eldgamalt... þá mæli ég með stein.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.8.2007 kl. 19:19

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Talaðu bara við þá,ég tala alltaf við tröllin sem urðu að steinum.

Birna Dúadóttir, 18.8.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband