Hættulegt verkfæri...........

Svo er það þetta með veðrið, alveg sama hvar íslendingar eru í heiminum, fær aldrei að fara fram hjá neinum heima hvernig veðrið er á hverjum stað. Ég elska rigninguna hérna, hún steypist beint niður og það er alltaf 20 stiga hiti, þannig að þetta er eins og að vera úti í hlýrri sturtu. Það er til skiptis heit sól og hlý rigning og nýjasta fjárfesting fjallabúanna úr norðri er regnhlíf. Það þýðir ekkert að reyna að nota svoleiðis verkfæri heima, það er náttúrulega líka beinlínis hættulegt að gera það. Vegna þess að rigningin kemur þversum í andlitið á manni, þá þarf regnhlífin að vera alveg fyrir andlitinu, sem verður svo auðvitað til þess að maður sér ekkert hvert maður er að fara og getur þá álpast fyrir bíl eða ofan í skurð eða eitthvað.... Það ætti auðvitað að banna regnhlífar á Íslandi ! Ég ætla nú samt heim með fallegu bláköflóttu regnhlífina mína og vona bara að hún verði ekki tekin af mér í tollinum........ Eigið góðan dag í dag, líka í rigninguSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mér finnst rigningin góð,dararara

Birna Dúadóttir, 18.8.2007 kl. 10:28

2 Smámynd: Erna Evudóttir

I´m singing in the rain, I´m singing in the rain og svo framvegis

Erna Evudóttir, 18.8.2007 kl. 10:57

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skyld´ún syngja,aumingja Kata,hvernig ætli þetta sé fyrir hana

Birna Dúadóttir, 18.8.2007 kl. 11:35

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég þoli ekki rigningu

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.8.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband