Grænmeti ...

Nina tengdadóttir mín, eldaði hreint stórkostlegan máltíð handa okkur hérna í gærkvöldi og í henni var ekki ein einasta ögn af kjöti. Ég þekki ótal marga karlmenn, oftast um fimmtugt og yfir, sem halda að máltíð úr grænmetisfæði samanstandi af kálblaði og gulrót á diski og kannski svona einni og einni grænni baun til hátíðarbrigða. En núna þekki ég líka einn karlmann um og yfir fimmtugt, sem veit betur. Mér hefur oft dottið í hug að hafa meira grænmeti í máltíðunum okkar heima, en ekki nennt að hafa fyrir því að elda það handa mér einni, bara af því að ég á mann sem er haldinn ranghugmyndum frá steinöld, hvað varðar grænmeti. Ég er samt ekki að gerast grænmetisæta, við fórum til dæmis á frábært steikhús í hádeginu í gær, Jensen´s buffhús, ofsalega góður matur það og frábær þjónusta. Við fórum líka að sigla á Paddan um síkið og höfnina í Gautaborg og fórum á skipasafn þar sem við skoðuðum herskip og vitaskip og togara og hafnsögubát og slökkviliðsbát og kafbát og örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki núna. Ég hef misst gleraugun mín á hinum ýmsustu stöðum en aldrei áður ofan í kafbát sem ruggar í rólegheitunum bundinn við bryggju, enda aldrei komið í kafbát fyrr. Í dag held ég að stelpurnar ætli að reyna að týna okkur í risastórum skemmtigarði og ef ég blogga aldrei aftur þá hefur það tekist hjá þeim.... Eigið góðan dagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Vonandi tekst þetta ekki hjá þeim en skemmtu þér allavega á meðan

Erna Evudóttir, 19.8.2007 kl. 07:39

2 identicon

Já þú mátt ekki gleyma að það eru frekar fá söfn þarna he he he he miðað við aðrar borgir en það er mjög fallegt og gaman að þið skemtið ykkur svona vel enda átti maður ekki von á öðru. Kveðjur úr +2 og sól

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 09:12

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Maður ætti kannski að flytja til Gautaborgar?? Virðist vera afskaplega gaman þar

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.8.2007 kl. 10:46

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm ég myndi alveg vilja týnast þar

Birna Dúadóttir, 19.8.2007 kl. 11:46

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Alveg ofsalega gaman

Jónína Dúadóttir, 19.8.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband