Það er einfaldlega gaman hérna í Hjellbo, sem er í Angered, sem er í Gautaborg. Í gær fórum við á náttúrusafn, með regnskógi og líka risa fisktönkum og vorum næstum búin að týna Jóa þar og svo í skemmtigarðinn Lisebjerg. Vorum auðvitað eins og virðulegir túristar og komum rennandi blaut út úr þessu öllu saman. Í morgun keyrðum við Kata, Ninu í vinnuna, bara svo ég gæti fengið að sjá hvar hún vinnur. Það gekk fínt og þegar við komum heim aftur passaði það alveg að fara beint hérna niður í þvottahúsið þar sem þær áttu pantaðan tíma eða 4 tíma til að þvo og þurrka þvottinn sinn. Það er fína aðstaða sem boðið er uppá þar, tvær þvottavélar og tveir þurrkarar. Það er ekkert algengt að fólk eigi sína eigin þvottavél hérna, hvað þá þurrkara, rafmagnið er svo dýrt. Við erum ekki alveg að fatta þetta heima á Íslandi, höfum allt rafmagn sem við þurfum og viljum hafa og getum þá alltaf bara búið til meira, ef þarf. Við ætlum að fara, bara tvö, niður í miðbæ Gautaborgar núna á eftir, tökum sporvagninn báðar leiðir, það er fljótlegra og einfaldara en að fara á bílnum, það er svo erfitt að finna bílastæði í miðborginni. Það eina sem ég geri hérna er að hafa gaman og hafa gaman og láta stjana við mig og ef ég svo mikið sem hugsa um að gera kannski eitthvað, þá er ég skömmuð og mér sagt á mörgum tungumálum að ég sé í fríi ! Frábært ! Eigið góðan dag, það ætla ég sko að gera líka

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð að segja að það er virkilega gaman að lesa þessa ferðasögu þína... ég bíð spenntur eftir framhaldinu. (Ég er ekki að grínast)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.8.2007 kl. 08:06
Haltu bara áfram að hafa gaman í fríi
Erna Evudóttir, 20.8.2007 kl. 09:27
Takk elskurnar
Jónína Dúadóttir, 20.8.2007 kl. 18:29
Fannstu sporið
Birna Dúadóttir, 20.8.2007 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.