Aulavillan :-(

Ég verð ég að leiðrétta agalega villu hérna ! Sko Hjällbo er ekki skrifað Hjellbo, það er skrifað Hjällbo ! Beðist er velvirðingar á þeim mistökum, sem urðu í heilabúi mínu og get fullvissað ykkur um, að svona nokkuð kemur örugglega fyrir aftur ! Í herskipinu sem við skoðuðum hér um daginn í skipasafninu, eru gínur út um allt, liggja í kojum og læknirinn og kokkurinn og allir stjórnendur og allir að gera hitt og þetta, sem þarf að vinna við í herskipum og ég kann svo lítið að nefna. Þess vegna fannst mér ekkert skrítið, þegar við komum ofan í kafbátinn, að sjá að þar lá gína í einu rúminu, rétt við rörið með stiganum innaní,sem er kallað inngangurinn, er í raun niðurgangurinn/ gangan kannski frekar. Ég var í óða önn að snúa mér á alla kanta með myndavélina og ætlaði líka að taka mynd af gínunni, en það tókst nú ekki eins og til var ætlast, vegna þess að helv.... gínan opnaði augun, reis upp og flissaði að mér. Ef það hefði verið pláss þarna, þá hefði ég hoppað hæð mína í loft upp af skelfingu, en það er ekki boðið upp á mikið pláss í kafbátum, hvað svo sem maður vill eða þarf að gera þar. Þá var þetta bara einhver túristahálfv... Jæja nóg um það, en við fórum ein og sjálf niður í bæ, eins og það er kallað hér. Ekkert mál, Kata var búin að fara með okkur áður og lét okkur læra utan að, númerin á þeim vögnum sem við máttum bara fara í, þá mundum við komast rétta leið. Við fórum að vísu stóra hringinn niður í bæ, en það var bara gaman og allar almennings samgöngurnar hérna finnst mér stórflottar. Við fórum í stóra verslunarmiðstöð sem ég held að í daglegu tali sé kölluð Fimman og þar keypti Jói sér nýjan síma, af því að fyrr um morguninn gaf hans sími loksins upp öndina, eftir langt og hundleiðinlegt dauðastríð. Jarðarförin fer fram í kyrrþey í endurvinnslustöð í Angered. Ég keypti mér armbandsúr sem ég hef akkúrat ekkert með að gera, geng ekki með úr, hélt samt að það væri eitthvað svona fullorðins og svo verð ég nú víst að kaupa mér eitthvað í útlandinu skilst mér. Það var 25 stiga hiti og við sátum á bekk undir trjám, við síki og biðum eftir sporvagni. Vá tilfinningin var bara æðisleg !! Í dag fer Kata með okkur í virki á eyju úti í hafnarmynninu og það er líka 25 stiga hiti í dag og ég hlakka til ! Eigið góðan dagSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú getur nú alveg þóst vera fullorðin en það er nú bara þannig  að þú ert svo mikið yngri en ég að þú er nú bara unglingur ennþá.  Þegar sumarið virkar í Svíþjóð þá er það einfaldlega frábært, have fun

Erna Evudóttir, 21.8.2007 kl. 11:00

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hí hí jamm og jæja Búin að búa til nýtt albúm bara fyrir Svíþjóðarmyndirnar

Jónína Dúadóttir, 21.8.2007 kl. 13:46

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Í þétta skipti læt ég næga kvitt fyrir lesturinn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.8.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband