Það var frábært veður hérna í gær, 25 stiga hiti og sem betur fer skýjahula fyrir sólinni, annars hefði líklega verið ólíft hérna. Við fórum á ferju út í eyju í hafnarmynninu hér og á henni er virki frá 17 hundruð og eitthvað, ég er ekkert að grínast með ártalið, man aldrei ártöl. Ég er alveg heillum horfin, þetta er svo æðislegt. Þarna voru leikarar sem léku persónur frá þeim tíma sem virkið var gert að fangelsi, loksins þegar Danirnir voru hættir að reyna að ráðast á Svía og öll dýrin í skóginum voru orðin vinir. Fangelsisstjórinn tróð þarna upp í skotapilsi og þurfti, að eigin sögn, að verjast af öllu afli, ágengni okkar kvennanna þarna í hópnum og alvöru stjórinn í gamla daga var víst svona, agalega kvensamur. Einn fanginn var þarna líka og útskýrði fyrir okkur hvernig líf okkar nýkomnu fanganna yrði þarna næstu 30 árin. Ég get ekki sagt að mér hafi litist mjög vel á það, en hann sagði okkur að sérstaklega við konurnar, gætum alveg átt þarna bærilega vist, ef við yrðum bara svolítið hlýlegar við fangelsisstjórann
. Þarna var líka kirkja og við urðum að ganga í hana að eldgömlum sið, konurnar fyrst og settust vinstra megin, svo komu karlarnir inn og sátu hægra megin. Þegar Danirnir voru að ráðast á þetta virki, skutu þeir á það úr fallbyssum í gríð og erg og af því að það voru ekki komnar neinar sprengikúlur á þessum tíma, þá eru margar fallbyssukúlurnar fastar í þykkum hlöðnum veggjunum, náðu ekki að bora sig í gegn. Við sigldum auðvitað út í gegnum höfnina í Gautaborg og það er gífurlegt flæmi og við sáum risastór gámaskip, sem taka einhver þúsund gáma og ofvaxin olíuskip og bílaferjur sem geta flutt 7-8 þúsund bíla, fyrir utan öll hin flutningaskipin. Ég vona ég hafi tekið rétt eftir, að þetta sé stærsta höfn í Evrópu, ég hef vissulega engan samanburð, en ég get alveg trúað því. Við fljúgum heim um hádegi í dag, hálf eitt að sænskum tíma og vegna tímamismunarins þá tekur flugið bara klukkutíma, verðum komin heim klukkan hálf tvö, sniðugt. Þá líkur þessari heimsókn okkar í Gautaborg, í þetta skiptið, en ferðasagan endist eitthvað lengur, vegna þess að besti leiðsögumaðurinn í borginni, hún dóttir mín, sýndi okkur svo margt og mikið sem ég hef bara ekki haft tíma til að segja frá ennþá. Eigið góðan dag í allan dag


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.8.2007 kl. 08:16
Takk fyrir síðast og velkomin aftur
Birna Dúadóttir, 22.8.2007 kl. 21:26
Velkomin heim
Erna Evudóttir, 23.8.2007 kl. 05:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.