Við vorum með þennan fína ráðsmann meðan við vorum úti í Svíþjóð, örverpið mitt, hann Inga Stefán. Áður en ég virkilega fattaði hvað þetta orð þýddi, fannst mér það dónalegt, en það er það ekki. Hann átti bara að gefa fiskunum og kettinum að borða og passa að enginn stæli húsinu okkar. Þegar við komum heim hafði hann ekki bara haldið lífinu í húsdýrunum, hann var líka búinn að leigja út síðasta herbergið, græja herbergin sem ég leigði út þegar við vorum á leiðinni suður, þrífa hinn jeppann okkar og íbúðina okkar hérna niðri og gistiheimilið og svara endalaust í gistiheimilissímann og það var ekki alltaf skemmtilegasta og kurteisasta fólkið sem hringdi. Ef ég væri með höfuðfat, tæki ég ofan fyrir ráðsmanninum mínum ! Ég hef víst nefnt það að ég hef ofsalega gaman af að vera í flugvélum, þess minni, því betri, samt er ég heimskulega lofthrædd, bara uppi á stól, ég læt það samt aldrei stoppa mig, þá mundi ég missa af svo rosalega mörgu skemmtilegu
Hef svo alltaf verið að dragnast með einhvern kvíða fyrir því að villast í stórum flugstöðum, álpast á vitlaust hlið, missa af vélinni eða hreinlega fara inn í vitlausa vél og lenda á Grænlandi eða Kuala Lumpur. Ég er búin að fatta af hverju þetta var, líklega vegna þess að við höfum mest verið í einhverskonar hópferðum, allt of mikið af fólki og ekki þurft að bjarga okkur sjálf. Núna var þetta ekkert mál og flugstöðvar eru eitthvað sem ég hræðist ekki lengur. Alltaf svo gott að losa sig við einhverja svona óþarfa úr sjálfum sér. Í Lisebjerg, tívoli Gautaborgar, fórum við upp í 70 - 80 metra háan turn með glerlyftu sem snerist kringum turninn. Eins gott að ég sat, annars hefði ég dottið, þetta var alveg meiriháttar, að sjá yfir alla borgina og lengra til, í sólskininu. Svo vildi ég fara í rússibana, af því það er enginn maður með mönnum að fara í tivoli en ekki í rússibanann, en við sömdum um milliveg, fórum í bátsferð í svona rennu fullri af vatni og þegar við vorum komin töluvert hátt upp, á færiböndum, þá byrjaði ferðin niður. Ég sat fremst í bátnum og átti þá að verða langblautust, en ég faldi mig á bak við einu flíkina sem ég keypti mér í ferðinni, forláta regnjakka og slapp bara vel en öll hin voru hundblaut. Þetta var "hryllilega" gaman ! Svo kom spilafíkillinn aðeins upp í mér og ég eyddi öllu klinkinu mínu í að reyna að vinna alveg risastór súkkulaðistykki í einhverskonar lukkuhjólum, en ég hef aldrei verið heppin í spilum og vann ekkert, nema meira pláss fyrir meira klink. Ég læt þessum pistli lokið í bili og óska þess að allir eigi góðan dag í dag


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú keyptir semsagt, regnhlíf, regnjakka og klukku í útlöndum, þú vilt semsagt vita hvað klukkan er þegar það rignir
Erna Evudóttir, 24.8.2007 kl. 11:00
Akkúrat nákvæmlega einungis bara það
Jónína Dúadóttir, 24.8.2007 kl. 13:45
Ingi Stefán er flottastur
Biddu Ernu einhvern tíma að segja þér þegar við fórum saman með börnin okkar í lítið kúlukvikindi,hátt hátt, yfir trjánum í dýragarðinum í Svíþjóð.Talandi um lofthræðslu,ég ranghvolfdi í mér augunum á meðan ég endursamdi fimmta kaflann
Birna Dúadóttir, 24.8.2007 kl. 17:25
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.8.2007 kl. 18:34
Mér finnst Svíþjóð yndisleg og sérstaklega stelpurnar mínar í Gautaborg
Ásamt með öllum öðrum yndislegum ættingjum mínum í Svíþjóð
Jónína Dúadóttir, 24.8.2007 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.