Það er regnhlífartæk rigning úti núna, að sænskum sið, nú er gott að eiga regnhlíf skal ég segja ykkur. Ekki það að ég sé að fara neitt út, svona í morgunsárið, með eða án regnhlífar, datt bara í hug að nú er gott að eiga regnhlíf. Við lentum einu sinni í alveg yndislegu úrhelli á leiðinni úr búðinni rétt hjá heimili Kötu og Ninu, það var eins og að vera í risastórri, hlýrri sturtu og þá hafði regnhlífin verið skilin eftir heima. Við forðuðum okkur undir næstu tré, sem er mjög auðvelt, vegna þess að þarna eru tré nokkurn veginn allsstaðar. Meðan við biðum eftir ferju til að flytja okkur út í virkiseyjuna í mynni Gautaborgarhafnar, sá ég að út úr hafnarbakkanum, sem var hlaðinn úr stóru grjóti, óx tré út á milli steinanna rétt fyrir ofan sjávarmál. Það mundi líklega ekkert þýða fyrir okkur að reyna að skýla okkur fyrir rigningunni undir okkar trjám, ekki alveg á næstunni, stærsta tréð er svona tæpur metri á hæð og þess vegna er svo gott að eiga regnhlíf. Við vorum bara rétt rúma viku í burtu, en mér finnst það vera miklu lengri tími, vegna þess að það er eins og svo margt hafi tekið verulegan vaxtarkipp á meðan. Hún Linda litla er farin að segja miklu fleiri orð, fljótlega verður hægt að fara að halda uppi samræðum við hana og langflest litlu trén okkar, sem við gróðursettum nokkrum dögum áður en við fórum hafa vaxið alveg ótrúlega mikið. Ef ég bara nennti svo að labba upp í kartöflugarð og kíkja á uppskeruna, sem var nú á planinu núna í morgunsárið, þá er ég svo heppin að eiga regnhlíf. Ég bara nenni því ekki. Hér í bæ er Akureyrarvaka, eitthvað í líkingu við menningarnótt, með tilheyrandi uppákomum alls konar listamanna. Með henni líkur Listasumrinu, sem hefur bara alveg farið fram hjá mér og líka er verið að halda upp á afmæli bæjarins, sem ég veit ekkert hvað er gamall. Ef ég fer nú og fylgist eitthvað með einhverjum viðburðum í dag, þá er vissulega gott að eiga regnhlíf. Eigið góðan dag í dag og látið ykkur líða vel

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173255
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var líka grenjandi rigning hér í gær,og hún kom eiginlega næstum því beint niður.Sem gerist ekki oft hérna,oftast vindur líka.Þá sjaldan það rignir í logni,þá fer ég út án regnhlífar
Birna Dúadóttir, 25.8.2007 kl. 10:00
Ég geri það alltaf líka, þá finnst mér rigningin góð
Jónína Dúadóttir, 25.8.2007 kl. 10:38
Rigning er kúl í hófi
Erna Evudóttir, 25.8.2007 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.