Það stendur eitthvað um haustið..........

Til þess að ná Svíþjóðarmyndunum mínum úr fartölvunni og setja inn í borðtölvuna, keypti ég mér USB lykil. Þetta er í raun lítill harður diskur, svo lítill að það er enginn vandi að týna honum og svo kostar hann heilan helling. Ég get auðvitað sett myndirnar á disk og fært þær þannig, en mér finnst þetta miklu skemmtilegra og þegar ég skrifa um það, þá er ekkert svo áberandi hvað ég stama og þarf að hugsa mig um, til að geta komið allri þessari glænýju þekkingu minni frá mér. En það segi ég ekki nokkrum manniWink  Þar sem ég sit hérna við skrifborðið, með mitt dásamlega útsýni upp í fjallið hér fyrir ofan, sé ég að það hefur gránað pínulítið í nótt, smárönd alveg efst. Það er  greinilega að koma haust, allavega segir dagatalið mér það. Haustið hefur alltaf verið uppáhalds árstíðin mín og ég sem er svo alls ekki talin rómantísk í mér, gæti einna helst á fallegu norðlensku haustkvöldi, fundið fyrir því hugarástandi sem kallað er rómantík. Nú er að renna upp síðasta vikan mín í sumarfríi og ég hef orðið að berjast svolítið fyrir því að fá að vera í friði í fríinu, það er búið að hringja í mig nokkrum sinnum og biðja mig að vinna. Síðast í gær var ég beðin að byrja að vinna á laugardag í stað mánudags. Ég segi alltaf nei Devil  Ég er ekki ómissandi og ég er mjög sátt við það og það hefur ekkert með það að gera að ég kunni ekki að meta sjálfa mig að verðleikum, það geri ég, ég er bara raunsæ. Þetta starf var nefnilega fundið upp, löngu áður en ég kom til sögunnar á vinnumarkaði hjá bæjarbatteríinu og þá gátu þau alveg komist af án mín og geta það líka núna. Ég ætla að gera þetta að góðum degi og gera, næstum því, bara það sem mig langar til að gera. Eigið öll góðan sunnudagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góðan og blessaðan sunnudaginn.Ég held að þú sért séní

Birna Dúadóttir, 26.8.2007 kl. 10:31

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk systir góð og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 26.8.2007 kl. 11:53

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Svo þú ert að komast á rómantíska tímabilið þitt núna, verður semsagt kvöldverður við kertaljós fram í október

Erna Evudóttir, 26.8.2007 kl. 12:37

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æi dúllurnar,með kertaljós að borða góðan mat,kisa í horninu.En af hverju að hætta í október?

Birna Dúadóttir, 26.8.2007 kl. 15:33

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Oj bara hvernig þið getið látið

Jónína Dúadóttir, 26.8.2007 kl. 23:18

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Búinn að skoða myndirnar aftur... kvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.8.2007 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband