Stundum fer ég á flakk á moggablogginu, inn á síður hjá bara hinum og þessum. Sumt líst mér vel á, sumt ekki og annað alls ekki. En hver hefur sína bloggsíðu og skrifar á hana það sem honum/henni sýnist. En, ég er smám saman að komast að þeirri niðurstöðu að miðað við megnið af því sem ég les, þá er ég enginn alvöru bloggari, iss nei, ég er bara einhver svona höktari úti í kanti. Ég til dæmis blogga ekki um neinar fréttir eða stjórnmál eða kynlíf eða trúmál af neinni alvöru og alls ekki af neinum sannfæringarhita heldur. Það er sem sagt ekkert fútt í skrifum mínum, enda aldrei að fá nein gassaleg viðbrögð frá fullt af fólki, hvorki mér kunnugu né ókunnugu. Ég á fáa, en góða, bloggvini sem ég veit að lesa bloggið mitt og setja inn athugasemdir og mér finnst það gaman. Það er töluvert síðan ég komst að nokkuð merkilegri niðurstöðu, um ástæðuna fyrir mínum bloggskrifum. Það var þegar ég var spurð af hverju ég væri yfir höfuð að skrifa blogg, bara um allt sem ég væri að hugsa, í stað þess að skrifa um allt sem ég væri að gera. Ég sem sagt, skrifa blogg af því að ég hef gaman af því og skrifa um það sem mér dettur í hug í það og það skiptið og ég geri það fyrir mig og engan annan. Svo hef ég líka ekkert gaman af því að stuða fólk eða hneyksla og reyni í lengstu lög að særa engan, þannig að ég skrifa alls ekki alltaf um allt, sem mér dettur í hug. Sem betur fer, vil ég meina
En, þó ég skrifi ekki allt sem ég meina, þá meina ég samt allt sem ég skrifa, mér finnst það skipta máli hvort sem er í rituðu máli eða á talmáli og hef líka enga sérstaka þörf fyrir að vera alltaf opin oní rassg... Og með allar þessar mikilvægu upplýsingar um mig í farteskinu, vona ég að allir eigi góðan dag í dag


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert bloggvinur minn og YNGRI systir mín og það er gaman að lesa bloggið þitt, så det så
Erna Evudóttir, 28.8.2007 kl. 11:11
Hvað er blogg?
Blogg er í stuttu máli dagbókarform á netinu. Lestu ÞETTA og haltu áfram að blogga
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.8.2007 kl. 11:15
Takk fyrir bæði tvö, ég held ótrauð áfram að halda út minni eigin rafrænu dagbók á netinu og hafa gaman af því
Jónína Dúadóttir, 28.8.2007 kl. 11:27
Birna Dúadóttir, 29.8.2007 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.