Ég elska afmælisgjafir !

Líklega besta afmælisgjöf, að öllum öðrum ólöstuðum sem ég hef fengið um ævina er Svíþjóðarferðin um daginn. Móttökurnar og gestrisnin og elskulegheitin hjá henni Kötu dóttur minni og Ninu tengdadóttur er eitthvað sem ég gleymi aldrei. Og fjölskyldan hennar Ninu tók okkur opnum örmum líka, frábært fólk, í yndislega fallegu landi.Ok, þetta átti nú ekki að vera í neinum minningagreinastíl, en svona var þetta bara. Kata og Nina : Enn og aftur, takk fyrir mig elskurnar, ég kem aftur ! Ég á afmæli 3. október og þá verð ég fimmtug og til að fyrirbyggja nú allan misskilning, þá er mér  alveg sama þó afmælisgjafirnar komi ekki á afmælisdaginn, ég tek á móti gjöfum allan ársins hring ! Kissing   Þegar ég var fertug, fékk ég frá mömmu og pabba og systrum mínum, farmiða fram og til baka, til Borgar óttans og miða á skemmtun með Álftagerðisbræðrum, sem voru þá vinsælustu nýju  skemmtikraftarnir. Það var ofsalega gaman og Birna systir fór með mig, fertuga sveitastelpuna, út um allt, þetta var líklega í 4. skipti sem ég kom í stórborgina um ævina. Það eina sem skyggði aðeins á var, að önnur systir okkar, sem var þekktari fyrir flest annað en stundvísi, sá til þess að ég missti af fluginu heim á sunnudagskvöldinu og ég gat þá ekki mætt í vinnuna morguninn eftir og var rekin í kjölfarið. Það var stefna fyrirtækisins sem ég vann hjá þá, að losna við allt þarna "mánudagsveika" fólkið og það skipti engu máli af hverju ég gat ekki mætt þennan morgun og að ég drakk bara alls ekki. En þetta átti líklega að fara svona, ég fór samdægurs og sótti um vinnu hjá bæjarbatteríinu, skilaði inn umsókn á þriðjudeginum og var byrjuð að vinna hjá þeim klukkan 8 á miðvikudagsmorgni og er búin að vinna þar óslitið síðan. Búin að setja inn nokkrar myndir í viðbót frá Svíaríki, notaði USB lykilinn sem ég keypti um daginn og færði myndirnar af fartölvunni yfir í borðtölvuna og er ofsalega góð með mig ! Ég hefði auðveldlega getað brennt þær á disk og fært þær þannig, en það er alltaf svo gaman að læra eitthvað nýtt. Eigið góðan dag og helst þann besta í lífi ykkar hingað tilSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Eftir að hafa skoðað myndirnar og lesið pistlana þína, þá skilur maður að betri afmælisgjöf fær maður bara ekki.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.8.2007 kl. 10:23

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Man að þetta var geggjuð skemmtun.En við þurftum samt að hlýja okkur á höndunum yfir kertaljósinu á borðinu.Smá galli

Birna Dúadóttir, 30.8.2007 kl. 12:12

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Það er svona gaman að fara í húsmæðraorlof í Borg Óttans, var það ekki einhverjum árum seinna þegar okkur var hent út af einhverjum stað af því að við pöntuðum bara kaffi? Hafnarkráin sáluga eða sprellifandi?

Erna Evudóttir, 30.8.2007 kl. 12:30

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm sjaldnar hef ég skemmt mér betur í frosti og það við að horfa á karlmenn Og Hafnarkráin, það var þarna skúrinn á planinu, var það ekki ? Ekki vinsælar byttur sem drekka bara kaffi og ég man líka eftir einhverjum ógeðs..... myndarlegum manni, sem hvarf að vísu úr sögunni nokkrum vikum seinna. Hef hlerað að hann reki gistiheimili austur á Laugum

Jónína Dúadóttir, 30.8.2007 kl. 12:39

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Margir sem þú hefur amk drukkið kaffi með sem eru í þessum "látum fólk gista hjá okkur" bransa

Erna Evudóttir, 30.8.2007 kl. 16:51

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Besta skemmtun sem ég hef tekið þátt í það kvöldið

Birna Dúadóttir, 30.8.2007 kl. 19:00

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Jú þetta var nú alveg magnað

Erna Evudóttir, 30.8.2007 kl. 20:19

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Alveg meiriháttar

Jónína Dúadóttir, 30.8.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband