Ég er "forréttindapakk" ;-)

Ég er svo lánssöm, sem eitt út af fyrir sig eru forréttindi, að vera alls ekki alin upp í einhverju trúarofstæki, sem ég er löngu búin að sjá að er bara af hinu illa. Ég veit að það er svolítið sterkt til orða tekið, en það er bara svo satt. Fólk sem aðhyllist trúarofstæki tekur sjálft sig og það sem það trúir á svo hrikalega alvarlega, að það er aldrei til friðs og ímyndar sér alltaf og stöðugt hreint að það sé verið að gera því eitthvað og allir hinir séu að skíta út í þeirra trú, bara með því að trúa ekki því sama og hafa aðra siði. Og það ekki málið, hvort það er mín trú eða annarra, það er allt undir sama hattinum. Fyrir mér er þetta mjög einfalt, þú hefur þína trú og ég virði það og læt þig vera með hana og geri svo ráð fyrir því að þú komir eins fram gagnvart mér og minni trú. Ég reyni ekki að þröngva minni trú og mínum siðum upp á þig og þú gerir eins. Er virkilega svo erfitt að lifa með þessu svona ? Auðvitað er ég ekkert sammála ýmsu í trúarbrögðum og siðum annars fólks, með aðra trú en ég, en það verður þá bara að hafa það. Ég lifi alveg með því og hver er ég líka, að ætla að fara að stjórnast eitthvað í því ? Svo er þetta með að bera virðingu fyrir trúfrelsi annarra, frelsi er forréttindi, en mér finnst það samt ekki gefa mér rétt til að hæðast að trú annarra, vitandi það að liðið sleppir sér við hverja minnstu vísbendingu í þá áttina. Að birta "grínmyndir" af guði og /eða átrúnaðargoði fólks sem aðhyllist aðra trú en okkar, finnst mér alveg óþarfi og örugg ávísun á læti og leiðindi. Mér prívat og persónulega er alveg sama þó einhver annar hæðist að því sem ég trúi á, ef liðið vill vera með einhver leiðindi er það þeirra mál og það gerir mér og minni trú ekkert til, en það eru bara ekki allir sem hugsa svona, því miður kannski. Hvort sem það er í nafni gríns eða listar, er ekki nóg annað sem hægt er að fíflast með ? Ég bara spyr..... Eigið góðan dag og munið, að aðgát skal höfð í nærveru sálarSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Góður punktur/punktar

Erna Evudóttir, 31.8.2007 kl. 08:59

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég veit ekki hvort ég eigi að skammast mín eða ekki  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2007 kl. 09:25

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fyrir hvað ættir þú eiginlega að skammast þín Gunnar ? Þú ert ekki að fíflast með annara guðamyndir, þú ert að fíflast með þitt eigið. Sem sýnir mér að þú ert enginn trúarofstækismaður og tekur sjálfan þig alls ekkert of alvarlega, sem sýnir mér líka það, að þú ert skemmtilega heilbrigður ungur maður

Jónína Dúadóttir, 31.8.2007 kl. 10:08

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Takk

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.8.2007 kl. 10:13

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ninna mín,manstu ekki allar kirkjuferðirnar og biblíunámskeiðin og einkatímana hjá prestinum

Birna Dúadóttir, 31.8.2007 kl. 18:02

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ehh..... nei eiginlega ekki sko

Jónína Dúadóttir, 31.8.2007 kl. 20:41

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Hefuru reynt að fá þér eitthvað við þessu minnisleysi?

Erna Evudóttir, 1.9.2007 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband