Leyni hvað ?

Svakalega fer það nú í taugarnar á mér þegar netið virkar ekki almennilega hérna uppi í fjallinu. Það gerist alltaf annað slagið að það "mælist svo mikil deyfing á línunni", eins og þeir kalla það hjá þjónustusímanum mínum. Það fer ekki framhjá mér ! Ég var búin að skrifa langa færslu hér í morgun og vildi svo birta hana, en það var ekki hægt, af því að netið var svo silalegt og hún týndist. Og eins og laxinn sem maður missir er alltaf langstærsti laxinn, þá var þetta nú örugglega langbesta færslan mín hingað til. En, jæja vona bara að þessi komist nú til skila, leiðinlegt að missa tvær "langbestu færslur" á sama deginumWink  Ég las í morgun í fréttum á netinu um hjón, sem elda helling af súpu á Ljósanótt og ekkert nema gott um það að segja, en mér fannst svolítið skondið að maðurinn var titlaður leynilögreglumaður ! Er þá ekki búið að eyðileggja fyrir honum vinnuna hans, með því að birta mynd af honum með fréttinni, ekki mikil leynd yfir þeirri löggu lengur........ Annars er það helst að frétta héðan að það er hellirigning og svolítið hvasst með því, verulega haustlegt núna. Ég fór í verslunarleiðangur með höfuð ættarinnar í gær, hún keypti sér slatta af blómum til að hressa upp á sálartetrið, sagði hún og keypti sér svo páfagauk. Mér fannst það góð hugmynd hjá henni og þessi fugl hefur fengið nafnið Kalli sem er opinbert fuglaættarnafn í okkar fjölskyldu og er ótrúlega gæfur. Hann beit að vísu húsmóður sína í fingurinn í morgun, í stað þess að setjast á hann, en þau verða  örugglega bestu vinir þegar fram líða stundir. Eigið góðan dag og látið ykkur líða eins vel og hægt er Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta um leynilögreglumanninn... Guð, ég hló mig máttlausan

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.9.2007 kl. 13:33

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sko hef heyrt að það sé erfitt að vera leynilögreglumaður hér í Kef.Það þykjast allir vita allt um alla hvort eð er.Ég fékk kastFrábært hjá konunni að fá sér páfagauk.Ef ég hefði vitað að hana langaði í svoleiðis,þá hefði ég sent henni mína snarlega,í umslagi.Það er svo mikil hávaðamengun af þessu

Birna Dúadóttir, 1.9.2007 kl. 14:09

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Þeir hefðu nú kannski verið hættir að hafa hátt ef þú hefðir sent þá í umslagi norður til Slow Town

Erna Evudóttir, 1.9.2007 kl. 16:31

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hefði ekki viljað verða fyrst til að opna umslagið

Jónína Dúadóttir, 1.9.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband