Á þessu heimili var farið að sofa klukkan 4 í nótt, við vorum á balli. Spúsi minn var að spila á gítar með 9 manna harmonikkuhljómsveit í Gamla Allanum, sem er núna orðinn einhverskonar sportbar. Ballið var til 2, spilað til svolítið rúmlega 2 og þá átti eftir að taka saman öll hljóðfærin og að því loknu komu allir saman í brauðkaffi í gamalli aflagðri kirkju rétt fyrir neðan Ríkið/Vínbúðina. Megnið af spilurunum býr á Húsavík og þótti við hæfi að næra þá aðeins áður en þeir legðu af stað heim. Þetta var nú sukkið okkar þessa helgina og ekki farið á fætur fyrr en undir hádegi, eins og almennilegum sukkurum sæmir á sunnudagsmorgni. Að vísu vorum við á sitt hvorum bílnum, en ég segi ekkert frá því, vegna þess að ég er svolítið hrædd um að það gæti dregið allverulega úr sukkaraímyndinni. En, þetta var bara gaman. Í dag kemur síðasti leigjandi vetrarins í hús og þá verður loksins komin ró á og ég þarf ekki að gera neitt, það sem eftir er, fram á vor, nema hugsa um vinnurnar mínar tvær og kannski svolítið um heimilið og spúsa minn og barnabörnin og svo þarf að sinna haustverkunum í garðinum og svo fara jólin að nálgast.......... Það þarf svo sannarlega ekkert að láta sér leiðast hérna í fjallinu Ég sé hérna út um gluggann að það hefur gránað í Hlíðarfjallinu í nótt og það er kominn smá haustlitur á sumar trjáplönturnar, það er líka spáð vægu næturfrosti næstu nótt. Ég byrja að vinna á morgun eftir sumarfríið mitt fína og það er bara besta mál, ég er búin að hvíla mig nóg og farin að verða svolítið forvitin að vita hvernig skjólstæðingum/aðstoðarþegum mínum hefir reitt af í fjarveru minni. Eigið góðan og gæfuríkan sunnudag
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir og sömuleiðis..
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.9.2007 kl. 13:21
You partyanimals
Erna Evudóttir, 2.9.2007 kl. 17:10
Jahérna já já nefndu það ekki ógrátandi
Jónína Dúadóttir, 2.9.2007 kl. 21:08
Hvar endar þetta eiginlega.Skyldi mamma vita af þessu
Birna Dúadóttir, 2.9.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.