....mér finnst það. En mér hefur verið tjáð, af fólki sem þykist vita það, að ef ég væri nú í alvörunni, alvöru sukkari þá fyndist mér það líklega ekki. Það verður þá bara að hafa það þó sukkaraorðstír minn sé hruninn
Ég er að byrja að vinna aftur eftir sumarfrí, núna klukkan 10 og finnst það gott. Ég hef vælt hér og lýst eftir, þó ekki væri nema einum degi í lífi mínu, þar sem ég þarf alls ekkert að gera neitt, en ég tek það aftur, ég nenni ekki að gera ekki neitt. Það er bara komið að því að ég verð að viðurkenna það, samt er ég ekki að halda því fram að ég sé dugleg, ég er nefnilega í eðli mínu, mjög löt manneskja. Það er ekkert sanngjarnt að væna mig um dugnað, þegar ég er alltaf að gera bara það sem mér finnst gaman ! Síðasta vika var að verða einum of tilbreytingalaus og það sem bjargaði mér frá því að drepast alveg úr leiðindum, var nýja þvottavélin, sem þurfti að komast í gagnið á efri hæðinni. Það tók 3 eftirmiðdaga að græja fyrir vatn að henni og frá og tengja hana svo við rafmagn, það er víst betra. Í dag fer ég í RL húsgögn og kaupi skrifborð fyrir nýjasta og síðasta leigjandann okkar, hún kom í hús í gærkvöldi og þá er þetta búið. Svo tekur bara við smá vinna utan heimilis og svo dúlla mér í handavinnunni minni. Ég er að prjóna peysu á yngsta barnabarnið hana Lindu Björgu, sem hún á að fá í jólagjöf. Og á svo eftir að klára eina smá jólamynd í útsaumi og finn mér svo bara eitthvað fleira í þeirri deild. Eigið góðan dag og munið að mánudagar eru fínir


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú mánudagar eru alveg að gera sig, dagarnir verða jafngóðir og maður vill, allavega oftast
Erna Evudóttir, 3.9.2007 kl. 10:40
Ég elska mánudaga og þriðjudaga og...bara alla daga.Gúddera samt ekki að þú sért eðlislöt,reyndu það ekki.Þú bara hefur það ekki í þér
Birna Dúadóttir, 3.9.2007 kl. 12:33
Aldrei má maður ekki neitt
Jónína Dúadóttir, 3.9.2007 kl. 18:04
Ég á einn vin sem er afskaplega latur. Hann segir að maður á ekki að líta niður á latar manneskjur... við höfum þeim að þakka fyrir vélarnar.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.9.2007 kl. 19:53
Góóóður
Jónína Dúadóttir, 3.9.2007 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.