Þegar ég kom heim úr vinnunni í gær, var búið að sturta malarhlassi á bílaplanið okkar. Hélt að spúsi minn væri orðinn leiður á aðgerðarleysi síðustu 3 daga, ekkert verið framkvæmt allan þann tíma hér í Fjallakofanum En það var ekki það, 4 tímum seinna kom vinnuvél, merkt Slow town, með mann innanborðs og sléttaði úr haugnum, sem kom sér mjög vel, það var erfitt fyrir fólksbíla að komast um planið. Hitaveitugaurarnir voru að laga til eftir sig og ég verða að hæla þeim, planið er orðið fínna núna, en áður en þeir grófu skurðinn um daginn. Svo voru þeir búnir að grafa skurð hérna uppfrá, við veginn og moka ofaní aftur og komu svo aftur í gærmorgun og grófu aftur upp úr og svo ofaní aftur. Hm... Skyldu þeir hafa gleymt að setja eitthvað þarna ofaní, eins og til dæmis hitaveitulögnina eða eitthvað... Mér telst svo til að það sé mánuður síðan heitavatnslögnin kom hér inn í húsið, en það er ekki búið að tengja neitt ennþá, en það verður vonandi fyrir jól ! Ég var svo bjartsýn að ég ímyndaði mér að í september yrði ég löngu byrjuð að eyðileggja á mér hárið í nýju "hitaveitusturtunni" minni. Af því að heita vatnið fer illa með hárið á mér, þarf ég að fara að leita að viðeigandi sjampói, af því að það er svo langt síðan ég bjó síðast í húsi með hitaveitu, að ég er búin að gleyma hvað var best að nota. Anda.... Það eru sko engin "smá" vandamál að hrjá mig, í aðgerðarleysinu, skal ég segja ykkur
Yngri sonur minn, sem er mjög sjálfstæður og frumlegur ungur maður, er núna einn á ferðalagi um vestfirðina í nokkra daga, gamall draumur að rætast ! "Stjúpdóttirin" keypti sér alveg gullfallegan hest og skellti honum upp í kerru í gærkvöldi og brunaði með hann austur á land til að fara á honum í göngur. Svo er allt mögulegt annað að gerast sem ég veit ekkert um og/eða man ekki í augnablikinu og kannski segi ég frá því öllu seinna... eða ekki... Eigið góðan og árangursríkan dag í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendur
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og það sem þig langaði mest til að gera að fara sjálf með hestinn austur á land í göngur
Erna Evudóttir, 4.9.2007 kl. 10:51
Já Erna mín, þú þekkir mig greinilega mjög vel
Jónína Dúadóttir, 4.9.2007 kl. 12:18
Það skein eiginlega í gegnum það sem þú skrifaðir, las það á milli línanna
you horselover you

Erna Evudóttir, 4.9.2007 kl. 13:21
Jíhaa,sé Ninnu alveg fyrir mér í göngum,með kúreka hattinn og baggaböndin bundin um buxnaskálmarnar,eltandi kálfana.Og hinir æpa,Ninna eltu rooolllurnar
Birna Dúadóttir, 4.9.2007 kl. 18:03
Já einmitt, akkúrat svona
Erna Evudóttir, 4.9.2007 kl. 18:55
Þið eruð skemmtilegar núna
Jónína Dúadóttir, 4.9.2007 kl. 22:29
Jamm þrælskemmtilegar
Birna Dúadóttir, 5.9.2007 kl. 07:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.