Það er yfirleitt ekki minn stíll að hætta mér út í neinar heitar umræður hér á blogginu, skrifa meira um það sem mér er nær. En ég sá margumrædda auglýsingu frá Símanum, eiginlega nokkrum sinnum of oft í sjónvarpinu í gærkvöldi, ég er svo fljót að fá leið á endurtekningum. Hún var sýnd í Kastljósinu og Ísland í dag og spjallað og spekúlerað um hana fram og aftur og fólk á förnum vegi spurt álits á henni. Fyrir utan að vera svo auðvitað líka sýnd í auglýsingatímunum. Það spurði mig enginn, en mér finnst þessi auglýsing og allt fjaðrafokið í kringum hana, vera bara alveg fyrirmyndar markaðssetning. Ef mér hefði dottið í hug að auglýsa að Jesú og lærisveinarnir "hefðu getað" gist hér á gistiheimilinu, ef eitthvað.... þá hefði ég líklega þurft að byggja við húsið í einum grænum hvelli. Mér var bara ekki búið að detta það í hug. Hún sló mig ekkert illa þessi auglýsing, ég vissi bara um leið og ég sá hana að hún mundi örugglega stuða einhverja og fá mikla umfjöllun út á það. Mér finnst þetta ofsalega sniðugur sími, sem verið er að auglýsa, en ég kaupi mér ekkert frekar einn svoleiðis þó svo að Jesú og lærisveinarnir "hefðu getað" notað hann ef þessi tækni hefði verið til, þegar þeir voru uppi. En, ef það er rétt sem ég skil, að venjulegu GSM símarnir komi til með að detta sjálfkrafa út vegna þessara nýju, þá auðvitað verð ég að kaupa einn þegar þar að kemur. En mér finnst þessi auglýsing vel gerð, falleg sviðsmynd og myndarlegir leikarar, þó svo að það megi auðvitað skiptast á skoðunum um það, hvort það hefði mátt nota eitthvað annað myndefni til að auglýsa síma. En til þess að klikka nú ekki alveg á mínum venjulega bloggstíl, þá læt ég það fljóta með hérna, að ég er að fara með stóra jeppann minn í skoðun núna á eftir ! Eigið góðan dag
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi þetta minnti mig nú bara á einhverjar fáránlegar dömubinda auglýsingar.Þú veist þarna bindin með vængjunum,sem þú getur notað fram og til baka til Krísastan,á einu bindi skildist mér
Birna Dúadóttir, 5.9.2007 kl. 18:11
Viðurkenni vanmátt minn, hef ekki séð auglýsinguna, er ég ekki að missa af neinu?
Erna Evudóttir, 5.9.2007 kl. 18:37
Nei, ekki svoleiðis, en þú mátt ekki missa af þvi að ég fékk fulla skoðun á "jappann"
Jónína Dúadóttir, 5.9.2007 kl. 22:14
Til hamingju með það
Erna Evudóttir, 6.9.2007 kl. 05:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.