Sjaldan, ef bara nokkurntímann, á tæpum 10 árum í vinnunni minni, hef ég komið inn á eins sótthreinsað og nákvæmt heimili, eins og hérna um daginn. Meira að segja á sjúkrahúsinu í den, þegar gólfin voru skúruð í tryllingi oft á dag og skipt á rúmunum á hverjum einasta morgni, hvort sem einhver hafði sofið í þeim eða ekki, var umhverfið ekki svona hryllilega sótthreinsað. Þegar ég kom inn í forstofuna hjá konunni og kynnti mig, þá fór nafnið mitt alveg framhjá henni, en hún spurði hvort ég yrði ekki hjá henni í 2 tíma. Jú jú, sagði ég og þá fór hún að telja : já, klukkan er núna 9 mínútur yfir 10, þú verður þá hjá mér til 9 mínútur yfir 12 ! Jæja, ekki byrjaði það nú vel, því að þó ég vilji vera eins stundvís og ég get, þá er ég ekki svona mikil mínútumanneskja, en ákvað að það skyldi þá standa, á mínútunni 9 mínútur yfir 12 væri ég farin. Næsta spurning var um, hversu lengi ég hefði unnið við þetta og þegar ég nefndi tæp 10 ár, þá spurði hún mig hvort ég kynni að ryksuga og vissi hvernig ætti að skúra gólfin hennar. Eh jamm og jæja, hún var ein af þeim... En, í stað þess að láta nú konukvölina fara í taugarnar á mér, ég veit fátt leiðinlegra en brjálæðislegt tuskuæði, ákvað ég að spila með og reyna frekar að ganga fram af henni. Það var glaða sólskin úti og íbúðin hennar hvítmáluð og björt með stórum gluggum, en ég bað hana að kveikja nú samt öll ljósin.... til öryggis. Ég skipti á rúminu fyrir hana og spurði hana hvernig hún vildi að sængin sneri innan í sængurverinu og hvort hún vildi ekki að brotin eftir straujárnið sneru upp, ryksugaði silkimottuna svo smásmugulega, að annað eins hefur ekki sést og raðaði meira að segja kögrinu. Ég bað um tannstöngul og eyrnapinna til að þrífa með á baðinu og notaði allar 5 tuskurnar af ýktri samviskusemi, ein á vaskinn, önnur á bekkinn, þriðja í gluggakistuna........ Ég klifraði upp í tröppu til að verka ímyndað ryk af ljósunum og spurði hvort ég ætti nú ekki að þurrka af til öryggis, þó hún segðist gera það á hverjum degi. Þá vildi ég þrífa gluggana en hún sagði að það gerði hún nú alltaf annan hvern dag og þetta var ekki rétti dagurinn. Það var alveg sama hvað ég reyndi, mér tókst bara ekki að ganga fram af henni ! Hún var svo ánægð með mig og vinnuna mína að það ýskraði í henni og hún elti mig fram á gang með tárin í augunum, 9 mínútur yfir 12 og ætlaði ekki að geta sagt með orðum hvað hún var ánægð. Hún var held ég, bara búin með fyrsta kaflann af lofræðunni, þegar lyftan lokaðist...... Hm... gott að henni líður vel. Ég hef nú samt lúmskan grun um að stúlkan, sem kemur til að þrífa næst, hjá þessari indælu konu, verði kannski ekki alveg eins ánægð með mig..... Eigið góðan dag

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá þær eru svo frábærar þessar týpur.Muna:við ætlum aldrei að verða svona
Birna Dúadóttir, 6.9.2007 kl. 09:20
Uss skammi skamm ! Ég lenti einu sinni í svipuðu en þá var ég spurður hvort ég gæti eldað fisk? Þar sem að ég væri karlmaður og ég sýndi henni bara hvernig við elduðum fisk á Íslandi og varð hún mjög ánægð ! Síðan var það önnur saga með að baða hana he he he það mátti ekki hver sem er og þegar að það var farið að bíða eftir mér þá var ég spurður að því hvað ég gerði svona vel fyrir hana þar sem að það mætti bara enginn nema ég sjá um hana nema ég blessuð sé minning hennar og hvernig er hægt að svara slíku....
Jens Hjelm (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 09:46
Lítil hætta á að við verðum svona, eða hvað?
Erna Evudóttir, 6.9.2007 kl. 11:39
Það er einmitt það sem er svo spennandi við lífið, við vitum aldrei....
Jónína Dúadóttir, 6.9.2007 kl. 13:55
Flott kona á myndinni, held þetta sé mikið yngri en ég systir mín
Erna Evudóttir, 6.9.2007 kl. 15:20
Hí hí takk, bestu myndirnar af mér eru alltaf þessar óskýrustu og auðvitað er þetta miklu yngri en þú systir þín
Jónína Dúadóttir, 6.9.2007 kl. 16:22
Frétti að það væri farið að kalla ykkur krumpusystur á blogginu he he he he
Jens Hjelm (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 18:15
Það eru bara 505 orð í þessari færslu... ég vildi 510.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.9.2007 kl. 19:49
Ég skil ekki neitt,sem er svo sem ekkert nýtt.Flott mynd samt
Birna Dúadóttir, 6.9.2007 kl. 19:57
Birna ég er með þér í ekkiaðskiljaneitt
Jónína Dúadóttir, 6.9.2007 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.