Það var kvartað yfir því, að pistillinn minn frá í gær hefði ekki verið nógu langur, hef það í huga hér eftir. Það hefur aðeins hvarflað að mér að segja ævisöguna mína hér, alveg frá degi eitt í lífi mínu og sleppa engu, hvorki bleyjuskiptum, tanntökum né öðrum markverðum, krassandi viðburðum ævi minnar, kannski ég láti verða af því. Og af því að maður er vinum sínum trúr, þá auðvitað yrðu bloggvinir mínir að lesa það aaaalltsaman ! Án þess að þurfa að hugsa mig um, fann ég strax tvennt gott við daginn í dag, það er föstudagur og það er komið haust. Mér líður alltaf svo vel á haustin, mér finnst það frábær árstíð, sumarið er fínt líka og alltaf orðið verulega tímabært loksins þegar það kemur hér á hjaranum, en það er svo stutt, að það er oftast búið áður en ég fatta að það er byrjað. Og alltaf gott að hafa föstudag, þó ekki sé nema einu sinni í viku, það þýðir endir á vinnuvikunni. Ekki það að ég hafi verið kvalin með of mikilli vinnu þessa vikuna, næsta vika verður aðeins öðruvísi, þá er ég líka að vinna á kvöldin. En mér líkar hún vel þessi kvöldvinna mín og fyrst ég er nú laus við túristaumferð nýliðins ferðamannatímabils (vá) og komin með leigjendur sem verða í allan vetur, þá er þetta bara passlega mikil vinna. Og alveg verulega ánægjulegt þegar ég fæ útborgað fyrir hana. Ég get ekki byrjað á ævisögunni minni hér og nú, man ekki nógu vel allt í smáatriðum frá degi eitt, til þess að geta verið trú í skrifum mínum, verð fyrst að spyrja mömmu um hitt og þetta. Eigið góðan dag og flýtið ykkur nú bara hægt og varlega

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
288 orð duga í þetta skiptið...
(Stjörnurnar voru ekki mín hugmynd)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.9.2007 kl. 17:41
Byrjaðu að skrifa ekki seinna en strax
Erna Evudóttir, 7.9.2007 kl. 18:17
Er hann í alvöru að telja orðin ?????????
Jónína Dúadóttir, 7.9.2007 kl. 18:35
Byrjaðu á ævisögunni heillin.Og hvað gloppur varðar,þá hefur enginn í okkar fjölskyldu orðið minni af smá fölsun á mannkynsögunni.(eru kannski tvö ess)samanber elsta dóttir,tengdadóttur Björns oft nefnds áður, Ásgeirssonar
Birna Dúadóttir, 7.9.2007 kl. 20:40
Einmitt, enginn orðið minni, bara stærri ef eitthvað er
Erna Evudóttir, 7.9.2007 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.