Við fórum í gær og tjölduðum til einnar nætur, í "kjarrinu á bak við hæðina" eins og einn frændi hennar mömmu tók svo skemmtilega til orða, hérna um árið og hann var þá að meina Vaglaskóg. Það var ljúft, gott veður og stillt, smá rigning en hún skaðar nú yfirleitt engan. Seinnipartinn á föstudaginn fór ég á snyrtistofu í plokkun og litun, ekki svo sem í frásögur færandi, nema fyrir þá sök, að á laugardagsmorguninn vaknaði ég svona hræðilega rauðeygð. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður, fer alltaf á sömu stofuna og þær eru frábærar þar stelpurnar. Ég leit út til augnanna eins og ég hefði verið á stífu fylleríi í marga, marga daga, held ég, ég hef að vísu ekki prófað það. Eini liturinn sem ég bað um var svartur og ég fékk hann nú líka, það var bara þessi rauði, sem ég bað ekki um. Ég er ennþá með rauðar augnhvítur, finn fyrir óþægindum í augunum og ef þetta verður ekki orðið gott í fyrramálið, þá verð ég líklega að ráðfæra mig við lækni. Ég reyni nú að líta sæmilega út, en mér finnst það samt ekki þess virði að líða illa út af því. Það má kannski segja að ég hafi ekki gengið "heil til skógar". Það var brjálað að gera við að skoða allt þetta nýtt og nýju aths. hjá bloggvinunum, ég bregð mér frá í sólarhring og þá blómstra þeir sem aldrei fyrr. Gott mál bara ! Eigið góðan dag, það sem eftir er af honum
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það getur tekið langan tíma að skoða Athug en núna tekur bara smá tíma að skoða allt NÝTT
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.9.2007 kl. 16:16
Jamm ég er ánægð með þetta
Jónína Dúadóttir, 9.9.2007 kl. 16:26
No pain no gain!
Erna Evudóttir, 9.9.2007 kl. 18:36
Ég fékk kast
Þú gekkst ekki heil til skógar.Svart og rautt fer nú ágætlega saman,svona venjulega
Birna Dúadóttir, 9.9.2007 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.