Niðurstöður úr nýlegri þýskri rannsókn benda til þess, að menn séu gáfaðri en apar ! Og hafið þið það svona í morgunsárið á þessum fína mánudegi. Ég prívat og persónulega hef bara kynnst einum apa um ævina, hann var um tíma búsettur í kaffistofunni á vinnustað pabba, fyrir nokkrum áratugum síðan. Af einhverjum furðulegum ástæðum höfðu skátarnir fengið apa að gjöf, en þó ég ætti að bjarga lífinu með því, þá get ég alls ekki rifjað upp, hver hinn uppfinningasami gefandi var. Pabbi lagði þessa kaffistofu undir apann af því að mamma neitaði að hýsa hann, apann. Og þegar hann, apinn, var fluttur inn sáum við krakkarnir, að líklega hefðum við ekki heldur viljað hafa hann heima hjá okkur. Hans helsta skemmtun var, að kasta kúknum úr sér upp um alla veggi og helst að reyna að hitta hvern þann sem vogaði sér inn til hans. Þar fyrir utan var hann svaka sætur og krúttlegur, í gegnum gluggann á kaffistofunni. Ég þarf enga rannsókn, hvers lensk sem hún er, til að finnast ég vera gáfaðri en api, oftast nær. En svo er það aftur á móti allt annað mál, að stundum og kannski líklega of oft í lífi mínu, hefur alls ekki litið út fyrir að vera mikill munur á gáfum mínum og apa. Til dæmis þegar ég tæpra 17 ára, auðvitað ekki komin með bílpróf og búin drekka slatta af áfengi, tók að mér að keyra fyrir kunningja minn, hérna í bænum. Það kom ekkert fyrir, löggan stoppaði mig samt, útaf af brotnu afturljósi, en bað mig ekki um ökuskírteini og fattaði ekki að ég var drukkin. Dæmi svo hver fyrir sig, en api hefði ekki einu sinni látið sér detta í hug að gera svona ! En svo að ég sitji ekki alveg ein í þessari súpu, þá veit ég nú um fólk, sem hefur greinilega ekki verið tekið með í þessari rannsókn og kannski þess vegna kemur þetta svona vel út fyrir okkur mannfólkið, en ekki orð um það meir. Eigið góðan dag og munið að þið eruð ábyggilega öll gáfaðri en apar
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Ninna.Hef ekki lesid bloggid titt í tó nukkurn tíma og er nú búin ad skemmta mér vél í dag.Eg segi tad aftur ad tú er snildar penni og lýst vel á ad tú skrifadir æfisøgu tína
Ég man vel eftir apanum og man ekki betur en ég hafi verid hálf hrædd vid hann.Vid Anna vorum ad grufla upp um daginn hvad leynifélagid okkar hét sem vid stofnudum í æsku,en get ekki munad tad,man ad adal verkefnid okkar vat ad leita eftir raudum doppum sem voru máladar á gangstéttar?????
Ég er búin ad pannta far til Ak og sé tig vonandi á afmælishátídinni.
Venlig hilsen Maja
Mæja(innbæingur) (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 09:16
Hæ Mæja alltaf gaman að heyra frá þér
Vonast líka til að komast á hátíðina, verð að vinna þá helgi, er á fullu að leita að afleysingu. Ég man ekki heldur hvað leynifélagið hét, en ég komst að því löngu seinna að rauðu doppurnar voru merkingar í sambandi við neysluvatnið
Takk fyrir hólið, ævisagan er í vinnslu........
Sjáumst !
Jónína Dúadóttir, 10.9.2007 kl. 09:42
Ég myndi gera eins og apinn ef að ég væri skilin eftir1 á kaffistofu þarna,
ég held bara að hann hafi verið með skítkast og ekki getað komið orðum að því á annan hátt.
Jens Hjelm (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 10:56
Hann var nú alveg fluggáfaður,sko apinn.En það sagði enginn að til að komast í lögguna,þyrfti neinar sérstakar gáfur.Þannig að þar hafa aparnir vinninginn.Hmm afmælishátíð,hver á afmæli?
Birna Dúadóttir, 10.9.2007 kl. 12:16
Rétt hjá ykkur báðum, held ég.....
Árgangur´57 verður fimmtugur á árinu
þar á meðal ég sjálf, Ninna, systir þín Birna mín og ég á afmæli 3. október !
Jónína Dúadóttir, 10.9.2007 kl. 12:39
Veit ég vel væna,ruglaði mig bara svolítið af því að þú ert nú yngri en við Erna.Samkvæmt Sæmundi á reiðhjólinu
Birna Dúadóttir, 10.9.2007 kl. 12:56
Já var líka að pæla í hvaða hátíð væri verið að tala um, skil núna þó Sæmundur á reiðhjólinu myndi ekkert hleypa Ninnu inn á þessa hátíð ef hann væri dyravörður þar
Erna Evudóttir, 10.9.2007 kl. 13:29
Hvað er að vera gáfaður?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.9.2007 kl. 16:10
Td að vera ekki í löggunni,þá telst maður frekar gáfaður.þetta er bara spurningin um apann
Birna Dúadóttir, 10.9.2007 kl. 17:14
Apinn var kúl, kannski var hann bara svona listfengur, hann hafði jú enga málningu og pensla til að tjá sig með
Erna Evudóttir, 10.9.2007 kl. 20:45
Birna Dúadóttir, 10.9.2007 kl. 22:41
Þið eruð frábær
Jónína Dúadóttir, 10.9.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.