Las áðan að drengir hér á Fróni mega ekki heita Valgard. En vitiði, það er allt í lagi vegna þess að það eru mörg önnur nöfn, sem taka íslenska eignarfallsendingu, sem hægt er að nota á litlu krúttin. Til dæmis : Melrakki, Sókrates, Dúfþakur, Náttmörður og Búri, svo nokkur dæmi séu tekin. Kannski er ég bara svona ófrumleg í hugsun, en hvað í ósköpunum er það sem flýgur í gegnum hausinn á fólki þegar það lítur litla drenginn sinn í fyrsta skipti og ákveður: Já, ég ætla að láta hann heita MELRAKKI eða NÁTTMÖRÐUR eða bara BÚRI DÚFÞAKUR ??? Ég kíkti rétt í þessu, inn á vef Mannanafnanefndar og þetta eru bara örfá af þeim nöfnum, sem er búið að samþykkja að megi klína á litla drengi á Íslandi. Þar virðist að vísu ekkert hafa gerst síðan í mars á þessu ári, en ef fram heldur sem horfir, þá eiga nefndarmenn þessir eftir að koma mér í mörg hláturs og hissuköst um ókomna framtíð. Svo var fólkið í litla þorpinu norðan hnífapara, að hneykslast á mér fyrir að láta litla drenginn minn heita INGI Stefán, hérna á árum áður, Ingi var ekkert nafn, hefði verið nær að láta litla greyið heita Ingjaldur eða Ingimundur eða Ingólfur. Kíkið endilega þarna inn til þeirra á www.rettarheimild.is Íslenska leiðréttingarforritið hérna, Púkinn vill ekki viðurkenna nafnið Dúfþakur, vill meina að það eigi að vera Dufþakur, kannski hef ég lesið vitlaust, en það skánar svo sem ekkert. Og ég má ekki skrifa hissuköst, bara pissuköst eða vissuköst, elska þetta forrit samt. Eigið góðan dag

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé þetta alveg fyrir mér,fæðingin gekk vel,lítill glókollur sem pabbi og mamma og afi og amma voru búin að hlakka mikið til að sjá.Pabbinn stoltur tilkynnir fólkinu sínu,já hann sonur minn er fæddur.Allar frænkurnar og afabræðurnir við skírnina.Hvað á barnið að heita?Náttmörður,o hann er svo sætur.Ætli það sé til fólk sem er tilbúið að klína svona nafni á nýfætt barn sitt??
Birna Dúadóttir, 11.9.2007 kl. 08:29
Ja... þetta eru allt saman nöfn sem fólk hefur sótt um að fá að nota
Jónína Dúadóttir, 11.9.2007 kl. 08:32
Jamm það er margt skrítið í kýrhausnum
Birna Dúadóttir, 11.9.2007 kl. 09:01
Bara bilun
Erna Evudóttir, 11.9.2007 kl. 09:44
Ég skil ekki hvernig fólk hugsar...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.9.2007 kl. 19:18
Ingimundur Stefán,neibb hefði aldrei virkað á Inga
Birna Dúadóttir, 11.9.2007 kl. 19:32
Ingi er sko enginn Ingimundur
Erna Evudóttir, 11.9.2007 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.