Eins og kunnugt er ?

Það er deginum ljósara, að ég fylgist alls ekki nógu vel með...... BlushÉg til dæmis hafði ekki hugmynd um það, að einhver maður sem ég man ekki hvað heitir og á einhver fyrirtæki, sem hafa eitthvað að gera með fisk og bíla, hann á þyrlu. Í frétt í morgun las ég um að hann á þyrlu, það bjargaði slatta af deginum fyrir mér, svo kom : eins og kunnugt er ferðast hann um á þyrlunni, það bjargaði síðan  restinni af deginum. En ég hafði ekki hugmynd um þetta ! Sko.... ef ég ætti þyrlu, þá get ég lofað ykkur því að ég mundi örugglega ferðast um á henni. En þó ég hafi verið virkilega kaupóð, núna í þónokkurn tíma, þá er ég samt ekki að fara að kaupa mér þyrlu, en ég fór í gær og keypti mér hrærivél í staðinn, með hakkavél. Ég ferðast að vísu ekki um á henni, en nú er ég komin á sama ról í heimilistækjaeign eins og ég var á þegar við fluttum hingað upp í Fjallakofann. Aulinn nefnilega týndi hakkavélinni sinni í flutningunum og ég vil taka það skýrt fram að með aulinn, þá á ég við sjálfa mig. Það er sannarlega ekki fyrirmyndarhúsmóðurlegt að týna svona mikilvægu heimilistæki, en það hefur sem betur fer aldrei verið hægt að segja um mig, að ég sé, hafi verið eða verði nokkurn tíma,  fyrirmyndarhúsmóðir. Ég var að horfa á hálfgerða hryllingsmynd í gærkvöldi, þ.a.s. veðurfréttirnar í sjónvarpinu. Ekki lítur það vel út, en eins og mig grunaði og sjálfsagt hafa einhverjir fleiri verið farnir að fatta það líka, þá er komið haust og spáin er rigning og hvasst og slydda og kalt og allt þetta "ekki hlýtt" sem ég hef ekki verið að bíða eftir. En, eigið góðan dag og klæðið ykkur bara velSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Fyrirmyndar húsmóðirin fer að sjálfsögðu með hrærivélina út í garð og reynir að fljúga á henni

Birna Dúadóttir, 12.9.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 12.9.2007 kl. 12:38

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Já sé það alveg fyrir mér

Erna Evudóttir, 12.9.2007 kl. 18:19

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.9.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband