Hvers vegna í ósköpunum ????

Í þau fáu skipti sem ég verð reið, þá verð ég líka agalega reið ! Og núna á ég erfitt með að losna við reiðina sem spratt upp í mér í gær, þegar ég sá fréttina um manninn sem, eftir því sem sagt var, orðrétt "nauðgaði konu á hrottalegan hátt". Héraðsdómur dæmdi hann í 4 ára fangelsi, ok gott mál þó að mér finnist það alls ekki nóg, það er að segja ef hann fengi þá að dúsa í steininum í 4 ár. En, ef hann sýnir svo "góða hegðun" í fangelsinu, hvað.... nauðgar engri konu hrottalega innan fangelsisveggjanna kannski, þá megum við eiga von á að hann sprangi um göturnar frír og frjáls að því að gera allt sem hann vill gera, löngu áður en þessi fjögur ár eru liðin. Þetta finnst mér alveg nógu slæmt, en þá fyrst tók nú tappann úr þegar Hæstiréttur MILDAÐI dóminn yfir manninum ! Hvað í ósköpunum varð til þess, að þessir háu herrar sáu ástæðu til að milda dóm yfir manni sem er búinn að ráðast á, nauðga og misþyrma konu bæði líkamlega og andlega ?? Hvað í veröldinni getur ofbeldismaðurinn mögulega haft sér til "málsbóta" sem fær dómarana í Hæstarétti Íslendinga til að vorkenna honum ??? Ég veit að ég hefði ekki verið ein um að gleðjast, ef þeir hefðu þyngt dóminn. En hann á nú að vísu að borga henni milljón í skaðabætur, sem allir vita að hún fær líklega aldrei og til hvers þá að vera að hafa fyrir því að bulla um það ? Ef ríkisvaldið sýndi einhverja samúð með fórnarlambinu, þá ætti það að borga henni miskabæturnar og sjá svo sjálft um að rukka helvítis manninn. Og ég biðst ekki afsökunar á orðbragðinu, ég var mjög kurteis núna, miðað við allt sem ég vildi sagt hafa um viðkomandi. Vesalings konan sem varð fyrir þessu átti alveg nógu erfitt fyrir, get ég hugsað mér, en er þetta ekki áframhaldandi árás á hana ? Þegar hún fær það framan í sig, að maðurinn sem gerði henni allt þetta, virðist bara EKKI eiga skilið að sitja inni of lengi, af einhverjum algerlega óskiljanlegum ástæðum. Ég hugsa til hennar og hún á alla mína samúð og ég vona að hún komist eins óskemmd frá þessu öllu og hægt er. Mér finnst vont að vera reið, en stundum ræð ég bara ekki við það..... Eigið góðan dagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Algerlega óskiljanlegt bull sem kemur frá þessum hæstarétti, á hvaða lyfjum eru þeir, eða gleymdu þeir kannski að taka lyfin sín?

Erna Evudóttir, 14.9.2007 kl. 12:34

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er alveg ljóst að það er löngu tímabært að hrista upp í þessu kerfi

Birna Dúadóttir, 14.9.2007 kl. 21:09

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég skil 100% reiði þína og það er kannski ljót að segja þetta: Enn það ætti að nauðga þessum dómurum í hæstarétti

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.9.2007 kl. 12:35

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er ekkert mikið ljótara en margt sem mig langar að segja

Jónína Dúadóttir, 15.9.2007 kl. 18:53

5 Smámynd: Sigurjón Sigurðsson

Þetta er óskiljanlegt, algjörlega óskiljanlegt.

Ég legg til að bloggheimur ráðist á eitt með að fá fulltrúa frá hæstarétti í Kastljós og málið verði aðeins skoðað og rætt, ég tel að það þetta hafi gengið of langt. Lýðurinn í landinu á að fá að vita hvað málið sé, það er amk mín staðfasta skoðun.

Gleymum ekki að hæstiréttur Íslands er æðsta dómsstig landsins og rekinn fyrir peningana okkar, s.s. ríkisins, nú er lag að opna hlutina upp og taka af sér skikkjurnar kæru dómarar.

es.

Mig langar að þakka þér Jónína fyrir þínar athugasemdir, til mín, mjög mjög mikilvægt fyrir mig

Sigurjón Sigurðsson, 15.9.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband