Það er búið að vera að snjóa hérna alltaf annað slagið þennan ágæta sunnudagsmorgun. Fjöllin eru orðin hvít, vel áleiðis niður undir byggð. Við fórum í gær út í Ólafsfjörð að heimsækja bróður spúsa míns. Sá er, að öllum öðrum ólöstuðum, jákvæðasta og bjartsýnasta manneskja sem ég þekki. Fyrir 4 árum síðan fékk hann heilablóðfall, þá 58 ára gamall. Hann var meðvitundarlaus í 2 vikur og þegar hann vaknaði, var hann að mestu leiti ónýtur hægra megin. En hann er sko ekkert að vorkenna sjálfum sér og sér ótal jákvæðar hliðar á þessu öllu. Hann er svo glaður yfir því að hann missti svo margt sem hann hafði áður, eins og til dæmis löngunina til að reykja og til að drekka. Hann á bíl og keyrir út um allt land, bara þegar hann langar til og þangað sem hann langar til að fara. Auðvitað fær hann hjálp við sumt sem hann á erfitt með að gera en hann leggur ofuráheyrslu á að bjarga sér sem mest sjálfur. Hann fékk sér tölvu og er búinn að læra á hana og er nettengdur og á stafræna myndavél og prentar út myndirnar í alls konar útgáfum og það er bara meira en að segja það fyrir fullorðið fólk að læra þetta, hvað þá hann. En hann gefst aldrei upp. Við gætum öll lært svo margt og mikið af viðhorfum hans til lífsins og tilverunnar. Hann ætlar að koma til okkar í mat í kvöld af því að við ætlum að hafa lifrarbuff og honum finnst það svo rosalega gott. Eigið góðan dag og munið að nota endilega stefnuljósin í umferðinni
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða skemmtun og verði ykkur að góðu, öfunda ykkur ekki af lifrarbuffinu,hef aldrei getað komið svoleiðis niður, hef víst alltaf verið matvönd
Erna Evudóttir, 16.9.2007 kl. 12:17
Ég vildi að ég væri í mat,elska lifrarbuff.Frábært svona fólk,sem þorir getur og vill
Birna Dúadóttir, 16.9.2007 kl. 12:38
Ertu ekki búin að finna skíðin í geymslunni.
Birna Dúadóttir, 16.9.2007 kl. 16:33
Svona menn get ég ekki annað en litið upp til
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.9.2007 kl. 19:06
Þessi maður er frábær
Og nei Birna mín ég á ekki skíði
Jónína Dúadóttir, 16.9.2007 kl. 20:55
En hún á skauta, enda með skautahöll í næsta húsi
Erna Evudóttir, 16.9.2007 kl. 21:12
Örugglega hægt að fara með skíðin þangað líka
Birna Dúadóttir, 16.9.2007 kl. 22:52
Æi ég var búin að gleyma skautahöllinni hérna við hitt húsið
Jónína Dúadóttir, 17.9.2007 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.