Það er snjór á grillyfirbreiðslunni minni hérna úti í skjólinu okkar, kom að því sem ég hef ekkert verið að bíða eftir, beinlínis með öndina í hálsinum. Ég þoli frekar illa kulda og snjó, líklega hef ég bara fæðst í vitlausu landi, en það er aðeins of seint að fara að ætla að gera eitthvað í því héðan af. Þá er annað hvort að lifa með því eða deyja með því og ég vel með ánægju og án þess að þurfa að hugsa mig um, fyrri kostinn. Það er ekki hægt að neita því að útsýnið er fallegt hérna upp í fjallið, innan við gluggann, sérstaklega ef blessuð sólin vildi nú vera svo góð að staldra aðeins við, rétt svona annað slagið. En hún hefur sjálfsagt nóg að gera við að hlýja öllu fólkinu sem ég veit um á sólarströndum núna og ég öfunda allt of mikið til að það teljist hollt. Verð í hvelli að snúa mér að einhverju öðru og það er svo sem ekki erfitt, ég er ennþá að ylja mér við tilhugsunina um Svíþjóðarferðina okkar og láta mig dreyma um að sænsku stelpurnar mínar geti komið til okkar um jólin. Það væri bara æðislegt! Það var "smá" afmælisveisla hjá sonardótturinni í gær í tilefni af 2 ára afmælinu hennar. Ég þorði ekki að telja öll börnin, ef ég hefði gert það hefði ég örugglega ekki stoppað þar svona lengi, en þetta var bæði gaman og glæsilegt. Það mætti nú líka halda að ég hefði sjálf fengið að velja mér tengdadætur, þær eru fallegar, vel gefnar, skemmtilegar, skynsamar og duglegar. Svona á lífið að vera og mér er alveg sama þó það sé kalt og snjór, ég á nóg af hlýjum fötum. Eigið góðan dag á þessum fína mánudegi

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.9.2007 kl. 09:34
Takk fyrir að senda mér sólina
Jónína Dúadóttir, 17.9.2007 kl. 09:44
Gunnari eru greinilega allir vegir færir.Enda ekki kominn með snjóinn,ennþá
Birna Dúadóttir, 17.9.2007 kl. 12:14
Nei sko hér hjá mér er bara svona ekta haustveður, rok,rigning, meira rok og smá sól inná milli, æi kannski bara vindur, gola, gjóla eða andvari
Erna Evudóttir, 17.9.2007 kl. 12:23
Jamm það hlaut að koma að því
Birna Dúadóttir, 17.9.2007 kl. 12:42
Hvar er Global warming núna, ekki að hlýja mér allavega
Erna Evudóttir, 17.9.2007 kl. 13:46
Hvar eru síðbrækurnar ykkar stelpur mínar, þessar sem eru prjónaðar úr 50/50 blöndu af lopa og gaddavír
Jónína Dúadóttir, 17.9.2007 kl. 16:54
Jamm það er svo gott að vera í svoleiðis síðum.Maður verður allur lifandi og þarf bara ekkert að hafa fyrir því
Birna Dúadóttir, 17.9.2007 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.