Leeetin....

Eftir því sem ég vinn minna, þess latari verð ég... Ég nenni engu þessa dagana, nenni ekki að vinna, nenni ekki að ganga frá á lóðinni fyrir veturinn, nenni ekki að þrífa bílinn, nenni ekki að lesa, prjóna eða sauma, nenni ekki að vera húsmóðir, undur og stórmerki eins og þetta síðasta sé nú eitthvað nýtt, en samt..... Hér sem sé hangir andi letinnar yfir vötnum og það er eiginlega verst hvað mér gengur  brösuglega að láta mér líða illa út af því. Mér líður barasta mjög vel með þessu, ef svo væri ekki þá mundi ég líklega gera eitthvað í því, ef ég þá nennti því. Til að eitthvað gerist þá verð ég helst að vinna 24/7 og stoppa aldrei, alltaf að halda snúningnum og þá á ég svo oft erfitt með að stoppa, að jafnvel mér blöskrar. En til þess að fyrirbyggja nú allan misskilning, þá fer ég nú samt í vinnuna sko, það hjálpar að er ég eiginlega mestmegnis hjá skemmtilegu fólki. Auðvitað dettur alltaf inn ein og ein leiðindaskjóða, en það er hverfandi þessa dagana. Ég hef alltaf verið svona löt, þó að ættingjar mínir virðist ekki trúa því upp á mig. Á árum áður, meðan ég var nú virðulegur bóndi í sveit, þá fundu systur mínar það út að ég væri óskaplegur þjarkur og settu Þ í millinafn hjá mér. Auðvitað vann ég rosalega mikið þá, en það var bara vegna þess að ég varð að gera það, ekki vegna þess að mig langaði til þess eða að ég væri svo dugleg. Það er sko meira en að segja það að vera bóndi með ferðaþjónustu, kartöflugarða, rollur, svín, smábörn og fullan eiginmann. Mæli ekki með því að fólk fari út í það, ef það vill halda einhverjum sönsum. En elskurnar mína, nú nenni ég ekki að skrifa meira og segi bara : Eigið góðan dag og munið að leti er einfaldlega mannréttindiSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Svo satt, ég ætti að vera að skúra, ryksuga, setja í þvottavél, þvo upp og læra en sit fyrir framan tölvuna því það er mikið skemmtilegra en allt hitt, maður er svo mikið fyrir tilbreytinguna

Erna Evudóttir, 18.9.2007 kl. 08:03

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott hjá þér

Jónína Dúadóttir, 18.9.2007 kl. 08:14

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gevöð hebbði ekki trúað þessu upp á ykkur.Ég vaknaði sko kl hálf sjö og kom börnunum í skólann,og er ein í vinnunni og brjálað að gera og ryksuga heima í hádeginu og.....ANDA.Neibb leti er kostur,just love it

Birna Dúadóttir, 18.9.2007 kl. 12:28

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú nenntir að skrifa þetta

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.9.2007 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband