Hérna um daginn var mér sagt frá því, að Páll Óskar heimsótti, fyrir nokkrum árum síðan, framhaldsskóla úti á landi. Hann hefur sjálfsagt verið að fremja tónlist, geri ég ráð fyrir og eitthvað virðist hann svo hafa setið fyrir svörum hjá nemendunum. Viðmælandi minn lét svar Palla, við spurningu eins nemandans fara verulega fyrir brjóstið á sér. Spurningin var eitthvað á þessa leið: "Ef það væri hægt að breyta til baka, mundir þú þá vilja vera gagnkynhneigður ?" Svarið var : "Nei". Viðmælandi minn skyldi ekki af hverju hann sagði nei, hvers vegna maðurinn svaraði svona eins og fífl.... Auðvitað vilja allir vera gagnkynhneigðir ! Eee... ég gat auðvitað ekki sagt neitt um það af hverju hann svaraði svona, nema það að hann bara verið að meina það sem hann sagði eða kannski fannst honum engum koma það við eða kannski var hann bara að ögra..... hvað veit ég ? Mér finnst Páll Óskar vera sjarmerandi og heilbrigður strákur og hann stendur með sjálfum sér og sínum skoðunum. En svo er það aftur á móti annað mál, að við Páll Óskar höfum alls ekki sama tónlistarsmekkinn, en það er allt í lagi mín vegna og hans vegna örugglega líka
Mér fannst nú, þegar upp var staðið, bara eitt sem ég gat fullyrt í sambandi við þetta svar Páls og það er, að þú getur valið spurninguna sem þú spyrð viðkomandi, en þú getur ekkert valið svarið. Það var nú mitt, frekar loðna svar........ Eigið góðan dag í allan dag og munið að sólin kemur alltaf upp aftur


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er ekki hommi en ég skil Páll Óskar mjög vel.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.9.2007 kl. 08:18
Eins og talað út úr mínu hjarta
Jónína Dúadóttir, 19.9.2007 kl. 08:26
Palli er flottur,en hefur hefur alveg svakalega, hrikalega,ferlega,öðruvísi tónlistarsmekk en ég
Birna Dúadóttir, 19.9.2007 kl. 12:18
Jamm veit það
Ég er búin að bæta við örfáum myndum
Jónína Dúadóttir, 19.9.2007 kl. 18:51
Er nú bara sammála Palla frænda (eða var það kötturinn sem hét það?). Veit allavega að einhver hét Palli og einhver var frændi. Minnið fer víst að svíkja eftir 25...
Heyrði allavega að mér hefði verið skipað að skilja alltaf eftir eina comment hérna á hverjum det, svo ég geri bara eins og mamma segir - eins og alltaf annars ;)
Katrín Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:00
Hæ Kata mín, það vita allir að þú gerir alltaf eins og mamman segir þér
Gaman að þú skulir commenta hér dúllan mín
Jónína Dúadóttir, 19.9.2007 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.