Orð dagins....

Það stendur til að gera akstursíþróttasvæði hérna allt í kringum okkur. Ég hef skoðað, en bara samt lauslega, teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum og hef í sjálfu sér ekkert út á þær að setja. Þetta er örugglega vel unnið og sniðugt á allan hátt, nema einn : húsið okkar er inni á þessu fyrirhugaða akstursíþróttasvæði. Ég er afar sátt við að það skuli standa til að laga malarnámurnar hérna sunnan við okkur, sem eru eins og stórt sýkt sár á landinu hérna. En mér er samt ekki alveg sama hvað verður gert með það. Það eru tvö hestahverfi hérna og þetta fyrirhugaða svæði er þar mitt á milli. Sko, ég er ekki hestamaður hvorki af lífi né sál, en ég skil þeirra sjónarmið, þetta tvennt fer alls ekki saman, akstursíþróttir og hestamennska. Hestarnir hræða náttulega ekki bílana, en bílarnir hræða hestana. Hingað til okkar hafa komið fulltrúar hestamanna til að fá okkur á sitt band og í gærkvöldi hringdi fulltrúi akstursíþróttamanna og vill fá fund til að kynna þeirra hlið á málinu. Ég skil líka þeirra sjónarmið, þá vantar svæði fyrir sína íþrótt. Það er ekki hægt að segja að það sé mikið ónæði af hestunum hérna, nema svona annað slagið þegar einn og einn gengur laus á veginum hérna. Það getur skapað hættu í umferðinni og þá hringi ég á lögregluna og siga þeim á viðkomandi hross, sem þeir svo fjarlægja einhvernvegin. Það er svo sem heldur ekki hægt að segja að það sé rosalegt ónæði af fólkinu á torfæruhjólunum, sem eru samt oft nokkuð hávær í námunum hérna sunnan við, en ég siga nú ekkert löggunni á þau. Mér þætti bara ágætt að það yrði staðið við það, sem var búið að ákveða, að hérna sunnan við okkur ætti að vera útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Mér er að detta í hug, núna í þessum skrifuðu orðum, að líklega verði ég að fara á stúfana og kynna mér hvaða rétt ég hef hérna í mínum Fjallakofa, í öllu þessu, áður en hinir ýmsustu íþróttaforkólfar fara að hringla of mikið í hausnum á mér. Eigið góðan dag og munið að borða morgunmatSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt jeppa ! Og hefur átt hest ! Þér er alveg treystandi til að taka rétta ákvörðun

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:11

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir mágur sæll

Jónína Dúadóttir, 20.9.2007 kl. 08:47

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef bara ekkert um þetta að segja... sorry

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2007 kl. 09:14

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Og þig langar innst inni til að eignast hest aftur

Erna Evudóttir, 20.9.2007 kl. 09:20

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég á smáprósentu af hesti, inni í frysti, í poka, í gúllashbitum

Jónína Dúadóttir, 20.9.2007 kl. 09:49

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Er ekki hægt að senda torfærutröllin upp á hauga??

Birna Dúadóttir, 20.9.2007 kl. 12:32

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér fyndist það betra, ekki viss um að þeir vilji það

Jónína Dúadóttir, 20.9.2007 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband