Það er svo ótal margt...

...sem ég skil ekki, sem betur fer vil ég meina. Annars þyrfti ég aldrei að pæla í neinu og þá yrði þessi vöðvi, sem heitir heili og er staðsettur í höfðinu, slappur af notkunarleysi og mundi að lokum líklega bara hverfa. Ég skil til dæmis ekki af hverju útvarpsstjórinn þarf að vera á svo dýrum bíl að það þarf afnotagjöld frá 72 fölskyldum til að borga af honum, í hverjum mánuði. Þarf hann að keyra svona mikið vegna vinnunnar sinnar, ég hélt að hún færi fram í útvarpshúsinu ? Ég er aldrei á sama vinnustaðnum lengur en 2 tíma og alltaf aðra hvora viku er ég á 8-10 vinnustöðum á hverjum degi og keyri á milli. Eftir því að dæma ætti ég þá að þurfa að hafa miklu dýrari og flottari bíl en útvarpsstjórinn, en hrædd er ég um að bæjarbatteríið hér samþykki það aldrei. Enda er það í lagi, ég á rosalega góðan bíl og mér gengi ekkert betur að komast á milli staða þó hann væri miklu, miklu dýrari. Nú er spúsi minn aftur farinn að sinna Landrovernum sínum og það er helv...fínt. Hann setti upp tilraunaeldhús hérna í Fjallakofanum um daginn og ég var bæði ánægð og ekki ánægð með það. Hann gerir góðan mat og bakar líka, það vantar nú ekki. En af því að ég vil helst ekki að neitt gerist hérna á heimilinu sem krefst þess að ég þurfi að fara að þrífa, þá var ég ekkert rosalega hrifin af framtaksseminni, ég verð nú bara að segja það, þó ég komi þá upp um það í leiðinni hvað ég er í eðli mínu, vanþakklát og löt manneskja. Robbi bróðir í Danmörku á afmæli í dag og Andrea tengdadóttir mín líka og ég ætla að skreppa til hennar í kaffi og á laugardaginn förum við svo til Reyðarfjarðar. Þar eru 2 litlar dömur, fyrstu ömmubörnin mín, þær eiga afmæli núna 20. og 23. verða 7 og 8 ára og veislan þeirra er á sunnudaginn. Eigið góðan dag og verið góð við alla sem eiga það skiliðSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Hvað bakaði hann?

Erna Evudóttir, 21.9.2007 kl. 08:53

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skúffuköku og æfði sig í pönnukökubakstri í leiðinni

Jónína Dúadóttir, 21.9.2007 kl. 09:56

3 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Hehe, gaman að sjá að það eru fleiri en ég sem eru "vanþakklátar og latar manneskjur" Maðurinn minn gerir rosa góðan mat, en leggur í leiðinni undir sig allt eldhúsið sem ég fæ svo að ganga frá af því að ... hann eldaði!!

Sigríður Hafsteinsdóttir, 21.9.2007 kl. 11:09

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi takk gott að vera vanþákklát og löt með einhverjum

Jónína Dúadóttir, 21.9.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband