Almennilegur ráðherra !

Áhugi minn á stjórnmálum er og hefur alltaf verið mjög takmarkaður, spúsi minn sér um þá hlið mála á heimilinu. En ég tek samt alveg eftir og hef jafnvel skoðanir á ýmsu...... Í gærkvöldi var talað við Jóhönnu Sigurðardóttur félagmálaráðherra, um fjárhagsvanda foreldra langveikra barna. Þessi kona er einstök og ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn að mínu mati. Hún meinar það sem hún segir og virðist ekki segja neitt, sem hún er ekki viss um að geta staðið við. Að hlusta á hana fær mig alltaf til að finnast vera að koma kosningar, hún talar eins og hún sé í miðri kosningabaráttu, nema hvað það eru engar kosningar framundan. Hún bara virkilega hefur áhuga á því sem hún er að gera og lifir sig inn í starfið. Ég heyri ekki aðra stjórnmálamenn tala af svona sannfæringu, nema fjórða hvert ár, í nokkrar vikur fyrir kosningar, til að reyna að næla sér í sem flest atkvæði frá okkur, hinum misjafnlega trúgjörnu kjósendum. Hún Jóhanna er ekkert að því, hún er að vinna vinnuna sína og við gátum ekki fengið betri starfskraft í félagsmálaráðuneytið. Ég veit að líklega trúa því ekki margir, nema spúsi minn sem þekkir minn aulahátt í þessu, en ég veit ekkert í hvaða flokki hún er og það sem meira er, mér er alveg sama. Ég gæti aldrei tilheyrt neinum flokki, ég rekst svo illa í hóp og það gerir líka ekkert til, ég mundi hvort eð er aldrei muna nafnið á honum........ Í gær hringdi maður og vill fá að skoða Fjallakofann okkar, hann er nefnilega á lista hjá fasteignasölu. Ég hélt ég væri að vera voða sniðug og reyndi að losna við manninn með því að segja að kofinn væri til sölu, ef hann ætti bara nógu mikið af peningum. Helv... manninum brá ekkert og sagðist eiga fullt af peningum, svo ég neyðist til að leyfa honum að koma og skoða..... Eigið góðan dag og njótið þess að vera tilSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Svo sammála, ætli sé ekki hægt að klóna hana og láta hana í öll ráðuneyti og Seðlabankann líka?

Erna Evudóttir, 22.9.2007 kl. 07:30

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábær hugmynd

Jónína Dúadóttir, 22.9.2007 kl. 08:11

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jóhanna er frábær,þrældugleg,fylgin sér,restin af þessu liði sem er í pólítíkinni kemst ekki með tærnar þar sem hún hefur hælana

Birna Dúadóttir, 22.9.2007 kl. 10:16

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvað fannst honum um fjallakofann?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.9.2007 kl. 16:34

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Atlarann að kaupa

Birna Dúadóttir, 22.9.2007 kl. 19:17

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Honum leist mjög vel á kofann, en ég sá ekkert glitta í seðlabúntin....

Jónína Dúadóttir, 23.9.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband