Góðan dag :-)

Við fórum til Reyðarfjarðar á laugardag og vorum þar í góðu yfirlæti og svo í þessari líka glæsilegu afmælisveislu í gær. Dúllurnar okkar þarna austur frá urðu 7 og 8 ára. Skruppum í gegnum göngin til Fáskrúðsfjarðar í gærmorgun, aldrei farið þau áður, verulega flott göng. Skil samt ekki af hverju gangandi og hjólandi umferð má ekki fara í gegnum svona göng, mér finnst verulega ástæða til að stytta leið þeirra sem ferðast þannig um landið, skil nú eiginlega samt ennþá verr hvers vegna fólk er yfir höfuð að ganga og hjóla um Ísland. En það eru auðvitað útlendingar sem mest stunda þá iðju, við innfædd höfum vit á að keyra. Við skiptumst alltaf á að keyra á lengri leiðum og ég sat við stýrið þegar við lögðum af stað heim í gær. Spúsi minn svaf eða kannski var hann bara í yfirliði af skelfingu, það var ruddaveður megnið af leiðinni, slydda og rokhvasst. Sumstaðar var bara töluvert hált í slabbinu og ég var næstum því búin að keyra niður stóran flutningabíl..... smá kerlingagrobb hérna, þó að jeppinn minn sé ekkert mjög lítill þá geri ég nú ráð fyrir að flutningabíllinn hefði haft betur..... En það slapp til vegna þess að ég er góður bílstjóri, það verður bara að segjast eins og það er. Enda má ég nú vera búin að læra eitthvað smávegis, búin að hafa bílpróf í "nokkur" ár, líklega rétt rúmlega þrjátíu. Það gætir viss misskilnings hjá sumum einstaklingum, mestmegnis af karlþjóðinni, að þú sért bara góður bílstjóri ef þú tekur sjensa og keyrir hratt við aðstæður sem bjóða alls ekki upp á hraðakstur. Átakanlegt hugsanabrengl þar, vegna þess að góður bílstjóri er sá/sú sem hefur vit á að vera hrædd/ur í umferðinni og taka ekki sjensa og kemst þá oftast nær öruggur á leiðarenda. Mesta hugrekkið er nefnilega : að þora að viðurkenna að maður sé hræddur ! Eigið góðan dag og farið varlega við allt sem þið geriðSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Ertu svo ekki bara flutt á Reyðarfjörð?

Erna Evudóttir, 24.9.2007 kl. 10:47

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jói samþykkir það örugglega,amk ef hann er ennþá í yfirliði

Birna Dúadóttir, 24.9.2007 kl. 12:12

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

(Bjánar)... ég er komin heim auðvitað...

Jónína Dúadóttir, 24.9.2007 kl. 12:36

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Velkomin heim,en Jói

Birna Dúadóttir, 24.9.2007 kl. 12:53

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Velkominn Jói ef þú ert kominn heim

Erna Evudóttir, 24.9.2007 kl. 15:55

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hann er líka kominn heim og vaknaður

Jónína Dúadóttir, 24.9.2007 kl. 20:40

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég keyri eins og þú... varlega

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.9.2007 kl. 20:49

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Við erum svo skynsöm Gunnar

Jónína Dúadóttir, 24.9.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband