Mér hefur aldrei orði á að blogga um frétt, fyrst var það lengi vel, vegna þess að ég kunni alls ekki að gera það, en nú orðið vegna þess, að það eru nógir aðrir til þess. En mér finnst gaman að fylgjast með þegar bloggað er um fréttir, það koma svo oft fjörugar umræður í kjölfarið. Ég er svo agalega sjálfhverf þessa dagana, að það kemst fátt annað að hjá mér en óttinn við að ég sé að breytast..... í húsmóður ! Og með sama áframhaldi má jafnvel fara að setja "fyrirmyndar" fyrir framan. Vona samt innilega að það komi ekki til þess. Uppáhaldsáhöldin mín þessa dagana eru tuskur fötur og skrúbbar og þá er ég ekki að tala um vinnuna mína, ég er að tala um hérna heima. Ég fór meira að segja spes ferð í búð til að kaupa mér skúringafötu, af því að mín gamla var svo ljót ! Og ég tók ryksuguna og þreif hana, eðlilegt fólk gerir ekki svona... Ekki nóg með það, ég er að fara að gera slátur, sem þýðir ekki nema eitt, ég verð þá fyrst að þrífa frystiskápinn og frystikistuna og þá verður ísskápurinn auðvitað að vera í stíl... Þetta er voðalegt ástand, en verandi nú þessi Pollýanna, sem hefur nú fleytt mér töluvert áfram í gegnum lífið, þá sé ég nú samt smá týru við endann á göngunum : í ljósi reynslu fyrri ára veit ég að það hlýtur mjög fljótlega að fara að brá af mér..... Mér finnst það ætti að vera nóg að gera bara virkilega vel hreint einu sinni á ári hvort sem það þarf eða ekki, mér leiðast þessar sífelldu endurtekningar og ég er ekki einu sinni á kaupi við þetta. Ég heiti Jónína og ég er "næstum því húsmóðir" með tuskuæði... Ég held annars að ég sé búin að finna áhugamál við mitt hæfi og það er ekki húsmóðurstarfið sko, nei, mig langar að teikna og mála myndir af gömlum fallegum húsum...... Eigið góðan dag í allan dag
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Byrjaðu ekki seinna en núna að teikna og mála, það varst sko þú sem fékkst þá hæfileikana í vöggugjöf (gvöð en smart orðað), hentu tuskunni út í horn eða í hausinn á einhverjum
Erna Evudóttir, 25.9.2007 kl. 08:12
Verð að taka undir sjálfshólið þitt, þetta er smart orðað, get ekkert byrjað strax, er ennþá með helv...tuskuna í hendinni.....
Jónína Dúadóttir, 25.9.2007 kl. 08:16
Ég hef nú mestar áhyggjur af því að þú skulir ekki hafa tekið eftir því að þú hefur alltaf verið svona fyrirmyndar húsmóðir.Manstu þegar yngsta dóttir tengdadóttur Björns sáluga náði sér í mann.Þá var nú tekið til þess af verðandi tengdamóður hennar hvað systur hennar væru "miklar" húsmæður.Ég er nú bara búin að lifa á því,enda enginn orðað svo um mig fyrr né síðar
Birna Dúadóttir, 25.9.2007 kl. 12:50
Hún var að meina ykkur Helgu
Jónína Dúadóttir, 25.9.2007 kl. 15:44
Já þú varst örugglega ennþá með bleyju á þessum tíma, svo mikið yngri en ég
Erna Evudóttir, 25.9.2007 kl. 18:21
Með bleyju
Jónína Dúadóttir, 26.9.2007 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.