Það er ekki nóg að hafa bara framhliðina í lagi. Á sveitabæ nokkrum, þar sem ég var bóndi í þó nokkur ár, mátti ekki mála bakhliðina á húsunum, það þótti óþarfi að eyða peningum og vinnu í það, þær hliðar nefnilega sáust ekki frá veginum... En, þegar ég var nú orðin bóndi þarna, flestir hefðu líklega viljað kalla mig bóndakonu, en það var bara ekki réttnefni, ég vann öll störf til jafns við minn fyrrverandi og vel það, þá var skipt um gír og ég lét byrja að mála bak við hús. Bæði vegna þess að þar hafði aldrei verið málað áður og ég vissi alveg, að ef byrjað væri framan á þá yrði hitt aldrei málað. Þetta þótti alls ekki fyndið og var ein af mörgum orsökum fyrir því, að ég varð ekkert vinsæl þarna í þessum bransa.....
En, annað hvort gerir maður hlutina almennilega eða bara sleppir því alveg að vera eitthvað að fikta við þá. Þetta er angi af fullkomnunaráráttunni minni, ég veit það alveg, en mér hefur nú tekist að draga allverulega úr henni í gegnum árin, með harðfylgi. Á tímabili var ég orðin svo slæm, að ég byrjaði ekki á neinu, af því að ég var svo viss um að það yrði ekki nógu vel gert. Klikkun, veit það.... Enn þann dag í dag, gríp ég sjálfa mig stundum að því, að ætla ekki að byrja á einhverju, af því að ég er svo hrædd um að geta ekki klárað það, áður en ég fer í vinnuna eða eitthvað. Þá þarf ég aðeins að rífa sjálfa mig upp á rassg... og hrista mig aðeins til, það er svo andsk..... hollt ! Eigið góðan dag elskurnar og munið að það er gott fyrir konur að borða Cheerios, las það einhversstaðar


Flokkur: Bloggar | 26.9.2007 | 07:57 (breytt kl. 08:06) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og núna byrja ég ekki á því að þvo upp því ég er svo hrædd um að vera búin að því þegar uppþvottavélaviðgerðamaðurinn hringir og segist koma eftir 5 mínútur til að laga vélina
, það er nú ekkert mjög líklegt að hann hringi yfirleitt í dag en það má lafa í voninni
Erna Evudóttir, 26.9.2007 kl. 10:32
Ójá lafa með kjafti og klóm
Jónína Dúadóttir, 26.9.2007 kl. 12:20
Hmm ég man,að fram í Firði var bara máluð framhliðin,ef forsetinn var eitthvað að vistera.
Birna Dúadóttir, 26.9.2007 kl. 12:34
Eva (Konan mín) hefur alltaf sagt; "Annað hvort gerir maður hlutina almennilega eða bara sleppir því alveg" Hún gerir allt almennilega og ég er ennþá að reyna læra það
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.9.2007 kl. 12:58
Eva er best!
Erna Evudóttir, 26.9.2007 kl. 14:32
Eva er greinilega flott kona
Jónína Dúadóttir, 26.9.2007 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.