Æi jæja....... :-)

Í dag er ég nokkurnveginn laus við að hafa skoðanir á nokkrum sköpuðum hlut, læt ekki einu sinni fara í taugarnar á mér að hér úti er svo sterkur sunnanvindur, að allt er þakið ljósbrúnu ryki hérna inni. Af því að ég er með glugga á húsinu sem mér finnst gott að hafa opna, helst alltaf, þá á rykið greiðan aðgang að íbúðinni. Ég nefnilega skil ekki af hverju maður er yfirleitt með glugga með opnanlegum fögum, ef það má þá ekki hafa þá opna. Ætlarðu að kynda upp alla veröldina kona, er spurning sem ég heyrði oft þegar ég var krakki, hef heyrt hana líka nýlega, núna löngu eftir að ég er hætt að vera krakkiWink Það er hlýtt úti núna og mér finnst það æðislegt. Það verður nú að segjast að þetta er býsna fallegur litur, þessi ljósbrúni, ef hann væri bara einhversstaðar allt annarsstaðar en á borðum og í gluggasyllum inni hjá mér. Af því að, ef ég vil ekki hafa það þar, verð ég sjálf að þrífa og ég sem er nýbúin að losa mig við þetta ferlega tuskuæði, sem hélt mér fanginni í marga daga. Ætti líklega að skoða betur framtíðarspá veðurstofunnar áður en ég leyfi mér að detta í það, sko ferlega tuskuæðið. Talaði við hana Kötu mína í gær, hún og Nina ætla að koma og vera hjá okkur í viku um jólin, búnar að panta flug hingað út á klakann 21.desemberHeart Ég hlakka alltaf mikið til jólanna en bara ennþá meira núna ! Eigið góðan dag og gangi ykkur allt í haginnSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvernig verður veðrið á ammmælinu þínu

Birna Dúadóttir, 27.9.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Logn og blíða, sumarsól

Erna Evudóttir, 27.9.2007 kl. 12:39

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvernig verður veðrið á afmælinu mínu?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.9.2007 kl. 14:13

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Ofankoma og skafrenningur

Erna Evudóttir, 27.9.2007 kl. 15:23

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Stormur,slydda og él,upp á norðlensku

Birna Dúadóttir, 27.9.2007 kl. 21:46

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Halló,getur einhver sagt mér hvar Jónina Duedóttir er.Ekki farin aftur austur,kannski skilið Jóa eftir einan heima

Birna Dúadóttir, 27.9.2007 kl. 21:54

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er hér, hef ekkert komist á netið í dag af því að einhver skar í sundur ljósleiðarann sem ég og allir Akureyringar og Egilsstaðabúar að vísu líka, þurfum nauðsynlega að nota til að vera í sambandi í netheimum. En ég er komin aftur

Jónína Dúadóttir, 27.9.2007 kl. 22:08

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Lætin í ykkur alltaf þarna á norðurhjara

Birna Dúadóttir, 27.9.2007 kl. 23:19

9 Smámynd: Erna Evudóttir

Gott að þú ert komin aftur, okkur er eiginlega alveg sama um Egilsstaðabúa

Erna Evudóttir, 28.9.2007 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband