Hvernig á að skrifa smásýja/sýa/síja/sía ?

Netið datt út í gærmorgun og kom ekki inn aftur fyrr en í gærkvöldi, vegna þess að einhver skar í sundur ljósleiðara. Mér duga nú alveg mínir erfiðleikar með netið hérna í fjallinu, þó að svoleiðis nokkuð bætist nú ekki við líka. Alltaf af og til, þarf ég að hringja í símafélagið mitt og kvarta yfir því að ég komist ekki inn á netið og mér finnist það ekki sanngjarnt vegna þess að ég er þá að borga fyrir þjónustu sem ég fæ ekki. Svarið sem ég fékk alltaf undantekningarlaust, þegar ég var yfirleitt búin að bíða korter í símanum, var : "Já, ég sé að það er óvenjulega mikil deyfing á línunni hjá þér....." Grrr... já væni, er það virkilega ? Hún er ekki bara deyfð, hún er skal ég segja þér, alveg dáin ! Þá komu spurningarnar, sérstaklega samdar handa fávitum : Ertu tengd við netið ? Er kveikt á tölvunni ? Ertu með smásýju ? Er hún örugglega á símasnúrunni ? Ertu með router ? Hvaða tegund er hann ? Hefurðu prófað að slökkva á honum og kveikja svo aftur eftir 10 sekúndur ? Vantaði bara spurninguna hvort ég væri ekki bara svona hrikalega vitlaus..... Núorðið er ég farin að svara spurningunum fyrirfram, í þeirri von um að ég fái einhver svör, ekki bara spurningar. "Já hálfvitinn hérna, er með kveikt á tölvuninni og er að reyna að komast á netið í gegnum snúru sem liggur ekki ótengd á gólfinu, með nýja smásýju á símasnúrunni og router sem heitir Zyxel og er búið að kveikja og slökkva svo oft á, að takkinn er orðinn rauðglóandi". Þá kemur : "Ha...hm...ja... þá veit ég nú ekkert hvað getur verið að ..." Nei einmitt það, jæja, en þakka þér samt væni minn og eigðu góðan dag....... Svo bíð ég bara þangað til netið kemur inn aftur og velti því fyrir mér af hverju í ósköpunum ég er alltaf að ergja mig á því að hringja, kannski bara af því að það er ókeypis.... Eigið góðan dag og gangi ykkur allt í haginnSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef ekki hugmynd um það hvernig maður skrifar smásía

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.9.2007 kl. 07:44

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég held einna helst að þín útgáfa af orðinu smásía sé bara rétt

Jónína Dúadóttir, 28.9.2007 kl. 08:08

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Eða kannski bara seeyah?

Erna Evudóttir, 28.9.2007 kl. 10:12

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna kom auðvitað með það  Þetta sem er á símasnúrunni minni heitir smáseeyah

Jónína Dúadóttir, 28.9.2007 kl. 12:05

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þið eruð alveg frábær

Birna Dúadóttir, 28.9.2007 kl. 23:40

6 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Erna er algjör málfræðingur!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 29.9.2007 kl. 14:06

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Er það ekki fagið hennar í skólanum, málfræði, það hlýtur eiginlega að vera

Jónína Dúadóttir, 29.9.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband