... þá lifi ég ekki nema einu sinni og trúi því þangað til ég fæ óræka sönnun um eitthvað annað. Allavega er ég ekki tilbúin til að taka neina áhættu með það og reyni svona á hátíðlegum stundum, að hugsa aðeins um, í hvað ég eyði lífinu. Eða öllu heldur, í hvað ég vil ekki eyða lífinu, ég nefnilega tími ekki að eyða því bara í eintóma vitleysu. Mér finnst gott að hafa eitthvað sem ég hef aldrei gert, með í því sem ég hef gert. Ég hef aldrei prófað eiturlyf og ætla ekkert að gera það, hef náttulega engan aðgang að þeim í mínu verndaða umhverfi og þori auk þess ekki að fikta neitt við þau. Bakkusi hefur heldur aldrei tekist að verða húsbóndi minn og þar kemur aftur við sögu hugleysi mitt og nirfilsháttur, ég þori ekki að taka áhættuna og tími ekki að eyða lífinu í það. Mér finnst líka svo gott að vakna hress á morgnana og láta mér líða vel og þar kom ég upp um eigingirnina og sjálfselskuna. Ég held hreinlega að mér sé að takast að færa einhverskonar rök fyrir því, að það sé barasta af hinu góða að vera huglaus, nískur og sjálfselskur, en bara þegar það á við samt... Hef alltaf haldið því fram að það verði að nota þau meðul sem duga og það skipti ekki alltaf öllu máli hvernig hlutirnir eru gerðir, heldur hvort þeir eru gerðir. Elskurnar mínar, þið þurfið ekkert að fara í messu á þessum yndislega sunnudagsmorgni, fyrst ég tek það að mér, í sjálfboðavinnu að semja hugvekjuna. Núna ætla ég að vopnast ryksugu og myndavél og fara út á Mýralón, þar er spúsi minn með gamla Landroverinn okkar í andlitslyftingu og veitir ekki af því að þrífa hann líka aðeins, þ.e.a.s Landroverinn ! Eigið góðan dag og gangi ykkur vel

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 173254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
AMEN!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.9.2007 kl. 09:34
Séra Jónína Þ Dúadóttir, hljómar vel ekki satt?
Góður pistill, sérstaklega þar sem ekki var kirkjuferð í dag í minni fjölskyldu
Erna Evudóttir, 30.9.2007 kl. 10:20
Flott og svart fer mér vel og svartur, víður, síður kjóll.... Vantar í fataskápinn minn...
Jónína Dúadóttir, 30.9.2007 kl. 11:52
Amen halleluja,skyldi Gunnar í Krossinum vita af þessari frábæru samkeppni.Flott lesning
Birna Dúadóttir, 30.9.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.