Það er til allt of mikið af fólki, sem finnur stöðugt hjá sér þörf fyrir að vera að setja út á, finna að og gagnrýna allt mögulegt, hjá öllum öðrum en sjálfum sér. Sko, ef það er eitthvað að hjá mér, þá lagast það ekkert, þó ég geti sett út á eitthvað hjá náunga mínum í staðinn. Ef mér líður eitthvað illa eða er óánægð, þá hlýt ég fyrst að leita hjá mér og reyna að finna út, af hverju það er. Það getur bara alls ekki staðist að mín vanlíðan og óánægja, sé alltaf bara öllum öðrum að kenna ! Eða er ég bara svona einföld og vitlaus..... kannski, en það verður þá bara að hafa það ! Ég umgengst dálítið af fólki í daglega lífinu, sem virðist hafa þá stefnu í lífinu, án þess að hafa nokkurntímann verið beðið um það og algerlega í sjálfboðavinnu, að laga gallana hjá mér og fleirum. Þetta fólk er aldrei það fyrsta sem kemur og óskar mér til hamingju, ef mér tekst að gera eitthvað gott eða rétt eða hælir mér, ef mér tekst vel upp. Það er eins og jákvæðni, hól og hvatning, sé ekki bara ekki til hjá þessu fólki. Öll þannig umræða er bara kölluð "andlegt kjaftæði".... Þetta á það til að fara í taugarnar á mér, en því miður þá get ég ekki lagað þetta hjá þeim og ekki lokað þetta fólk út úr lífi mínu heldur. En, heppin ég, að eiga frábærar systur og vinkonur, sem sjá um að hæla mér, þegar ég geri vel og láta mig líka vita, ef þeim finnst ég ekki vera að gera nógu vel. Þannig þarf það að vera, í báðar áttir, ekki bara einstefnan. Stundum hefur mér jafnvel dottið í hug, hvort mér finnist ég ekki bara svona hátt yfir alla gagnrýni hafin, en ég held alveg örugglega ekki, það bara þolir enginn stöðugar aðfinnslur, hvorki ég né aðrir, það verður líka að vera eitthvað gott með. Það er auðvelt að brjóta niður, það er miklu erfiðara að byggja upp......... Og nú er þusinu lokið ! Eigið góðan dag og farið varlega í umferðinni

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 173254
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta þus td er alveg frábært hjá þér
, Ninna rules
Erna Evudóttir, 1.10.2007 kl. 11:45
Þetta var bara mjög gott þus
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.10.2007 kl. 11:47
Jónína Dúadóttir, 1.10.2007 kl. 12:33
Flott þus,þusa meira kona
Birna Dúadóttir, 1.10.2007 kl. 20:05
Og þið eruð bara frábært fólk
Jónína Dúadóttir, 1.10.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.